Miðvikudagur, 9. janúar 2008
ASÍ afhjúpar Dag
Er það ekki merkilegt að ASÍ hælir bæjarfélögum sem eru undir stjórn Sjálfstæðismanna en skammast út í vinstri menn?
Það sem er líka merkilegt að með þessari tilkynningu sýnir ASÍ hvað það er lítið varið í borgarstjórann og hvernig REI-listinn er bara gamaldags vinstri samsuða sem gefur skít í almenning.
Nú væri lag fyrir borgarstjórnarflokkinn að taka undir með ASÍ og halda áfram baráttunni gegn skattahækkunum Dags.
ASÍ mótmælir hækkun fasteignaskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það voru nú ekki vinstri menn sem hnutu um REI það voru hægri öflin sem að skorti alla samsuðu. Villi vildi eitt, sexmenningar annað. Óhæft sögðu þeir að ríkisfyrirtæki væri í áhætturekstri, þess vegna er REI vont mál. Skömmu síðar kom Geir og sagði að útrásararmur Landsvirkjunar (Landsvirkjun Power) væri hið besta mál. Þetta lið er auðvitað ekki á vetur setjandi í hringlandahætti ...
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.1.2008 kl. 00:35
Síðan má geta þess að íbúar í Kópavog, Garðabæ og Seltjarnarnesi sækja þjónustu að miklu leyti til Reykjavíkur og lifa þannig að einhverju leyti á útsvari Reykvíkinga. Þessi sveitarfélög eru hálfgerð úthverfi frá Reykjavík og þurfa þess vegna ekki að halda uppi eins öflugri þjónustu og höfuðborgin.
Theódór Norðkvist, 10.1.2008 kl. 14:37
Theódór - vinsamlegast skýrðu þetta betur. Um hvaða þjónustu er að ræða?
Andri (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.