Þriðjudagur, 3. október 2006
Nú hitnar undir Geir
Sá fyrsti af sjömenningunum sem Arnar Þór Stefánsson lögfræðingur vill hrekja af þingi (eins og fjallað var um fyrir viku) hefur tekið áskorun hans. Guðmundur Hallvarðsson hefur eins og fréttin ber með sér, lýst því yfir að hann muni hætta á þingi í vor.
Arnari hlýtur að þykja þetta góður árangur, 1 þingmaður felldur á innan við 10 dögum. Formaður flokksins hlýtur að vera farinn að finna hitann undir sætinu. Með þessu áframhaldi verður dýralæknirinn kominn í nautin í nóvember og Þorgerður verður orðin að formanni um jól!
Þræðir Arnars Þórs liggja víðar en mig grunaði.
Guðmundur Hallvarðsson hættir á þingi í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.