Samt er enn hægt að bóka miða...

Þessi ákvörðun Icelandair kemur sér mjög illa við okkur íslendingana sem búum hér og kannski sérstaklega fjölskyldur okkar.  Heimsókn verður nú meiriháttar ferðalag. Morgunflugið sem þeir ætla að taka upp er þó til bóta, því það er ekki bjóðandi upp á að lenda í Boston eða NY eftir kvöldmat og eiga þá eftir að taka annað flug.

Ég held reyndar að þetta verði til þess að við fljúgum meira heim í gegnum London og eigum þannig fleiri valkosti. Amk verður það valkostur til að skoða vel, það má leggja margt á sig til að styðja samkeppnina.

Það er samt soldið merkilegt að ég geti enn bókað flug heim í apríl. Maður hefði haldið að fyrirtækið myndi laga bókunaforritið að flugáætluninni?


mbl.is Hætta að fljúga til Baltimore
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Far vel, gamli góði BWI, takk fyrir rúm 20 ár og óteljandi ferðir. Þetta verður mikill missir, þótt hann hafi stækkað hratt og ekki verið eins þægilegur nú og í gamla daga, þá er staðsetningin frábær. Hugsanlega verður maður að kanna Lundúnir sem millilendingu. Hlýtur að vera vont fyrir ykkur í DC.

Sigmundur (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:01

2 identicon

Mín reynsla er sú að yfirleitt er bara ódýrara að fljúga til London on þaðan til Bandaríkjanna með öðru flugfélagi heldur en að fljúga beint til Bandaríkjanna með Icelandair. Jafnvel þótt sú flug séu yfirleitt miklu lengri og fari oft yfir Ísland á leið sinni vestur.

Davíð (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:31

3 identicon

Ég sem ætlaði til Baltimore í lok mai :(

Guðborg Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Ég var rétt að sjá þetta núna og er alveg miður mín yfir þessu.  Við fjölskyldan höfum að undanförnu keyrt til DC (7-8 klst.) til að komast til Íslands.  Við eigum líka góða að í DC.  Einnig eigum við skyldmenni í Boston, en það er meira en tvöfalt lengri keyrsla, sem breytir miklu þegar þú ert með lítil börn með þér.

Líklega verðum við að kanna með Toronto næst. 

Kristján Magnús Arason, 10.12.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Gunnar Kr.

Fargjöld eru furðuleg!

Ég skráði mig í flug frá New York í gegnum Keflavíkurflugvöll og þaðan til Bretlands og svo aftur til baka til New York, með Icelandair. Þetta átti að kosta rúmar 19.000 krónur á sama tíma og fargjaldið frá Keflavík til London og aftur til baka kostaði tæpar 30.000 krónur. Er hægt að skilja svona? 

Gunnar Kr., 11.12.2007 kl. 02:34

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Samhryggist ykkur á Washington svæðinu.  En eins "dauði" er annars brauð.  Við á Bjórá og Íslendingar hér í Toronto (sem Kanada öllu held ég) erum auðvitað himinlifandi með að hefja eigi flug til Toronto.  Leiðinlegasti punkturinn við ferðalög til Íslands hafa verið stoppin  í Boston og leiðindamóttökur hjá "vegabréfaskoðurum" Sáms frænda.  Þær eru reyndar orðnar nokkrar ferðirnar sem einmitt er komið til US seinnipartinn og svo beint í flug til Toronto.

G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2007 kl. 03:34

7 identicon

Friðjón það er nú ekki hægt að vera að halda úti sérstökum flugáætlunum fyrir landsbyggðarfólk.

s

snorri (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:17

8 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Gunnar, þetta eru áhrif samkeppni (eða skorts á henni).

Kristján Magnús Arason, 21.12.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband