Laugardagur, 1. desember 2007
Nova
ég bý í NoVA en það er ekki til umfjöllunar hér heldur símafyrirtækið. Ég var að skoða vefinn þeirra og það verður ekki annað sagt en að þetta líti vel út hjá þeim.
ég er mikill 3G notandi hér úti, nota símann til að lesa póst og blogg og nota oft símann sem módem fyrir tölvuna. Tæknin er snilld, en mjög margir vefir þurfa að taka sig á til að verða leshæfir, ég nenni yfirleitt ekki að lesa íslenskar fréttir í gegnum símann, vefirnir eru það gallaðir. Reyndar er ég ekki búinn að prófa nýja mbl.is en Rúv.is hefur hingað til verið langskásti kosturinn. Vísir, dv.is og eyjan.is eru verri aflestrar, sem mér finnst slæmt því ég nota eyjuna mikið annars því þar fæ ég yfirlit og úrval frá öllum fréttastofunum.
Það er ögn pínlegt að setja í loftið vef þar sem áfyllingarsíðan virkar ekk (amk ekki kl.8.00 ísl. tíma lau 1. des)
Það er stór plús að vera með þessa Nokia síma á tilboði 6120 er smart og N95 8GB er síminn sem aðra síma dreymir um að verða þegar þeir verða stórir. Hann er að vísu á um 700$ hér sem gerir hann að mjög dýrum síma. Nokia N95 8GB er hærra á óskalistanum en Iphone.
Yfir línuna lítur þetta þó vel út hjá Nova og ég myndi stökkva á þetta 3G tilboð þeirra það er gott meira segja á amerískan mælikvarða, en vara mig um leið á því að nota símann ekki sem módem því þá tikka inn megabætin og það er ekki lengi farið yfir 100MB þannig.
Aðallega er hægt að óska íslenskum símanotendum til hamingju með aukna samkeppni.
PS.
Ég skoðaði nýja mbl.is í símanum, hann er verri en sá gamli ef eitthvað er.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Athugasemdir
Ég veit ekki af hverju ég er að skrifa hér. Mér er illa við "bloggræpugang". Er samt sammála þér um Nova. Vonandi býður fyrirtækið upp á meiri samkeppni. Við þurfum virkilega á því að halda.
E
Einar (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 08:46
Sæll gamli spurningaliðsfélagi.
http://vasi.mbl.is er þægilegur kostur fyrir farsíma þar sem síðuhönnuðir klikka alltaf á því að nota Mobile CSS snið.
JReykdal (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 14:14
Gott að heyra jákvæð viðbrögð við Nova. Mobile síða MBL heitir mobile.mbl.is og er ögn áferðarfallegri en vasi.mbl.is. Síðan er reyndar enn í beta - búin að vera það í nokkuð marga mánuði - en hún virkar.
Sigþór (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 19:06
Fyrir þig í USA er best að nota http://vasi.mbl.is, hins vegar mun mobile.mbl.is verða málið hér heima.
Þinn gamli bekkjarfélagi,
gþþ
Gylfi Þór Þorsteinsson, 1.12.2007 kl. 21:40
Kæri Friðjón , það er ekki hægt að andmæla vini þínum Stefáni Einari í predikun sinni!...?
Én vilt þú benda honum pent á þetta, þar sem bæði lýðræði og prentræði og ritfrelsi ríki ennþá á Íslandi (ólíkt Rússlandi).
Stefán Einar segir m.a....
Tala þau fyrir hugsjón guðlauss húmanisma, þeirri stefnu er telur trúnna á manninn hið dýrasta gildi tilverunnar. Í þeirri heimsmynd er ekkert rúm fyrir Jesú Krist og boðskapur hans þá oftast úthrópaður sem hindurvitni og tímaskekkja.
þetta er víst Siðmennt eða við hin semekki erum í siðmennt en skráð utan trúarsafnaða...
Ég vil bara segja í framhaldi af þessari "predikun" að þetta er lýgi í nafni Jesús...lýgi. Flott hjá Stefáni Einari....finnst mér, boðskapur Jesus hefur EKKI verið hrópaður sem hindurvitni...bara bent á að siðferði er mikið eldra en Jesus...
Hvurslags Kopernikusarofsóknir eru þetta?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.12.2007 kl. 02:07
Ég vil nú bara benda þeim einstaklingum sem ekki virðast vera í nægilegu jafnvægi að í skjóli prent- og ritfrelsis get ég ákveðið hvort fólk geri athugasemdir við skrif mín. Það væri nú ekki í anda prentfrelsis ef Morgunblaðið eða aðrir miðlar yrðu skikkaðir til þess að birta eitt eða annað sem öðrum þóknaðist.
Ógeðfelld athugasemd Önnu þar sem hún líkti predikun minni við "nauðgun á sannleikanum" og tengdi það við ósæmilegt athæfi barnaníðinga á ekki rétt á sér á heimasíðu minni eða annarra.
Það sem hún telur "nauðgun á sannleikanum" er vísun mín í frétt sem velvirt blaðakona ritaði í blaðið 24stundir fyrir nokkru. Það var nú ekki meiri nauðgun en svo!
Þá finnst mér einkennilegt að ágæt heimasíða Friðjóns skuli hér notuð til þess að koma á framfæri kvörtunum vegna athugasemdakerfis á heimasíðu minni. Ég held að Anna ætti aðeins að róa sig niður í þessum efnum og einbeita sér að vinnunni sinni.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:26
Anna
Ég held að síða Stefáns sé betri vettvangur fyrir þessi komment eða jafnvel að þú takir upp skrif sjálf og leyfir öðrum að kommenta á þínar hugsanir og hugmyndir.
Þótt ég lesi nánast hvert orð sem hann skrifar einsog mér sýnist þú gera, þá er ég ekki gæslumaður Stefáns, hann er fullfær um að koma sér í deilur án minnar aðstoðar.
Friðjón R. Friðjónsson, 4.12.2007 kl. 06:20
að efninu þá virkar mobile.mbl.is mjög vel en mogginn mætti nota sjálfvirkni til að þekkja stýrikerfið og vísa mér þangað inn.
vasi.mbl.is er lítið skárri en wap.mbl.is
Við mobile vafrarar viljum myndir og útlitshönnun, bara að hún sé meðfærileg á 2 tommu skjá.
Friðjón R. Friðjónsson, 4.12.2007 kl. 06:25
Mæli með Nokia N95 8GB, Safari-vafrinn (sem er frá Apple) er að virka alveg þrusuvel. Að auki er þetta mögnuð margmiðlunargræja, ég hef farið í tvær flugferðir innan Evrópu núna í haust og í bæði skiptin notaði ég þennan síma til að hlusta á tónlist og til þess að horfa á bíómyndir. Smokey and the Bandit lúkkar vel á Nokia N95 8GB!
Magnús V. Skúlason, 8.12.2007 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.