Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
ég er boring...
Facebook er nýtt æði á vefnum, það er ekki maður með mönnum nema að vera með Facebook síðu og síðuhaldari er engin undantekning þar á.
Á Facebook eru skemmtilegar applikasjónir eða forritlingar sem gera mönnum kleift að eyða tíma sínum í vitleysu sem aldrei fyrr.
Ein þessara applikasjóna heitir Compare People þar sem þér er boðið að bera saman Feisbúkk vini þína og kjósa á mill, hver er sætust, hverja þú vildir frekar kyssa, hver er með betri tónlistarsmekk, hver er meira kreisí osfrv.
Svo getur maður skoðað hvernig annað fólk hefur kosið um mann sjálfan. Það gefur manni hugmynd um hvernig vinir manns sjá mann.
Sjö af átta vinum mínum fannst ég líklegri til að skrópa í tíma. - OK ef þetta eru gamlir skólafélagar þá hafa þeu eitthvað til síns máls.
Fimm af sex töldu mig líklegri til að vera betri faðir. - Mjög gott en ekki mikið rokk.
Þrír af fjórum töldu mig skipulagðari en annar Feisbúkk vinur þeirra. - Annaðhvort er þetta lið drukkið eða ég veit ekki hvað. Í samanburði við betri helminginn gæti ég ekki skipulagt mig út úr blautum bréfpoka.
Bara einn af þremur vildi frekar fara á stefnumót með mér - hmmpff
og rúsínan í pylsuendanum enginn af fjórum Feisbúkk vinum mínum fannst ég meira kreisí en einhver annar Feisbúkk vinur þeirra!
Yfir línuna er dómur Feisbúkk vina minna sá að síðuhaldari er tiltölulega traustur, lítið spennandi skrópari. Næstum því ekkert rokk í mér...
Ég verð kannski að sætta mig við að ég er íhaldspúngur sem nálgast það óðfluga að verða miðaldra og þannig sjá aðrir mig.
Nú kaupi ég mér sportbíl.
Athugasemdir
hahaha eg skemmti mér við þennan lestur- þú ert ekki boring - en að eldast hahaha
er að fara að ganga frá flugi til St.louis næsta sumar - verð í bandi við þig með það því við Tommi komum við hjá ykkur ef þið verðið ekki hér á klakanum :-)
kv. anna sv.
Anna S. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:51
nice. Hvernig sportbíl? Ég er sjálfur að spá í Mini Cooper Convertible.
kv. s
snorri (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:59
Meðvitaður nútímamaður getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir gráafiðringsflipp á neinu öðru en Tesla Roadster.
Gunnlaugur Þór Briem, 30.11.2007 kl. 01:20
Ef þú drekkur ennþá miðnes þá ertu rokk. Þarft ekkert að splæsa í sportbíl.
Líf (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.