Mánudagur, 18. september 2006
sækist líka eftir eftir örðu sætinu
Ég held að það þurfi að skoða eitthvað meira hjá NFS en reksturinn. Þessi frétt á visi punkt is er mögnuð.
Sækist eftir 2. sæti
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, sem skipar sjötta sæti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, ætlar að sækjast eftir öðru sæti á listanum[öðru en hann var í, já], fyrir þingkosningarnar í vor. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem verið hefur í þriðja sæti, sækist líka eftir eftir örðu sætinu, þar sem Davíð Oddsson er ekki lengur í fyrsta sæti og Geir H. Haarde hefur flust upp í það. Ríkissjónvarpið greindi frá áformum Guðlaugs í gærkvöldi og í farmhaldi af því segir Björn á heimasíðu sinni að það sé engin nýlunda að fleiri sækist eftir sama sæti og hann í prófkjöri. Hinsvegar hafi hann ekki boðið sig fram gegn neinum samflokksmanna sinna, enda telji hann samstöðu innan flokka best fallna til sigurs.
Skítt með óskammfeilni frambjóðandans, vanþekking blaðamannsins á íslensku máli og stafsetningu er sláandi.
Þessi frétt varpar auðvitað ljósi á það afhverju Gulli Þór varð að fá stjórnarformennsku í Orkuveitunni, þótt ekki væri í nema eitt ár. Hann er núna búinn að gefa 100 milljóninr af okkar peningum í háskólasjóð, því til viðbótar er búið að lofa hálfu prósenti af tekjum OR árlega. Skítt með hlutverk Orkuveitunnar, það er prófkjör og þetta er gott fyrir ímyndina. Ég verð að vona að árið klárist hratt og hann komist ekki í stærri sjóði síðar. Við höfum ekki efni á því. Það var gott að losna við Alfreð, verra að fá í staðinn Gulfreð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2006 kl. 13:21 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé að Steingrímur Sævarr (www.saevarr.blog.is) er að ýja að því að í stuðningsmönnum Björns Bjarnasonar er einhver skjálfti og vísar í lokakommentið hér að ofan.
Ég styð Björn, engin launung á því og ég hef gegnt og gegni trúnaðarstöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Ég hef unnið í dómsmálaráðuneytinu lengur en Björn og skulda honum ekkert. Það er bara gott að vinna fyrir manninn, hann er öflugasti ráðherra sem ég hef séð til, allir sem hafa unnið fyrir og með Birni, hvar sem þeir standa í pólitík geta borið því vitni.
Reyndar hef ég þekkt Gulla Þór miklu lengur en Björn, við spiluðum fótbolta saman fyrir löngu með hópi sem kenndi sig við Kaffibarinn Gulli var dreginn inn í þann hóp af vinum sínum og þáverandi eigendum Baltazar Kormáki og Ingvari Þórðarsyni.
Pirringurinn í blogfærslunni stafar af því að ég trúði því að Gulla væri alvara þegar hann sagðist hafa hugsjónir frjálshyggjunnar í hávegum og myndi ekki sóa almennafé. Nú er hann kominn í einn dýpsta og matamesta kjötketilinn og hann hegðar sér eins og framsóknarmaður! Þótt orðin særi kannski Sævarr fyrrum spunameistara Halldórs Ásgrímssonar þá verður það bara að vera þannig. "Ég hlakka til að útdeila þessum peningum" sagði Valgerður eitt sinn og eftirvæntingin leyndi sér ekki. Mér finnst Gulli vera á leið í sama far.
Semsagt pirringur minn er pirringur hins svikna frjálshyggjumans.
Friðjón R. Friðjónsson, 6.10.2006 kl. 13:46
Ingvar og Balti áttu Kaffibarinn, ekki Gulla Þór. Balti á hann ennþá að ég held, Ingvar fór út úr rekstrinum fyrir nokkrum árum, að mig minnir vegna vangoldinna skatta upp á einhverjar 20 milljónir.
Friðjón R. Friðjónsson, 6.10.2006 kl. 15:05
Jamm það er nú gott að vera gúður í íslensku. Hvaða er orð er "milljóninr" segirðu? Af sögninni að flytja er þetta helst að frétt:
Kennimyndir: flytja, flutti, flutt.
Miðmynd: flytjast, fluttist, flust.
Bergþór Jónsson (IP-tala skráð) 6.10.2006 kl. 21:56
Umvandanir eru auðvitað glataðar ef maður getur ekki skrifað skammlaust sjálfur.
Sögnin að flytja er í sagnbót miðmynd flust.
Þá eru bara 3 villur í þessu textabroti.
Friðjón R. Friðjónsson, 7.10.2006 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.