Föstudagur, 2. nóvember 2007
Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR
Það getur margt snúist á 20 dögum.
,,Ég vil bara undirstrika það að ég er ekki að skorast undan nokkurri einustu ábyrgð. Ég tek fulla ábyrgð sem varaformaður OR á þeim verkefnum sem við höfum verið að gera, vegna þess að ég hafði haft mikla sannfæringu fyrir þeim."
Björn Ingi Hrafnsson 10. okt
Í fyrsta lagi væri ljóst að allar reglur hefðu verið þverbrotnar, umboð farið fyrir ofan garð og neðan auk þess sem kynningu og opinberri umræðu hefði verið verulega ábótavant.
Svandís Svavarsdóttir 1. nóv.
Hvernig ætlar Björn Ingi að axla ábyrgð á því sem samstarfskona hans kallar brot á reglum?
Ætli hann bæti ekki á sig bitling.
Gleðilega framsókn Svandís....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér sýnist á öllu að Svandís sé búinn að setja Björn Inga í gapastokkinn. Og með stjórnsýsluúttektinni á OR verði Bjarni, Haukur, og Hjörleifur einnig settir þar.
En Hannes Smárason verst fimlega fyrir hönd þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Finns Ingólfssonar. Þeir ætli ekki að skila því til baka sem þeir hafa nappað af skattgreiðendum í Reykjavík. ALDREI!
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.