Besta Thai matinn...

ChickenBasil

sem ég hef fengið í langan tíma er að finna á Lynhálsi 4. Þar er nýr Thai staður sem hefur verið opinn í tæpar tvær vikur. Hann er ekki í alfaraleið fyrir siðmenntað fólk en við hjónin vorum að sækja blöndunartæki þarna uppeftir um hádegisbilið þegar við römbuðum þangað inn. Nafnið á staðnum er stolið úr mér, Thai-eitthvað! En maturinn var alveg til fyrirmyndar, hráefnið, sérstaklega grænmetið var ferskt og gott, sósurnar ekki of sætar eða þykkar eins og oft hættir til. Liz fékk sér kjúkling í basil og ég kjúkling með kasjúhnetum. Kjúklingurinn í rétti Liz var kurlaður sem var spes en mjög gott. Myndin er mjög lík réttinum sem við fengum. 

Svo var verðið til fyrirmyndar, réttir af matseðli voru flestir ef ekki allir undir 1000 kr. Það er svo hressandi að geta keypt sér mat fyrir tvo og borga minna en 2000 krónur fyrir.

Ef bensínið heldur áfram að lækka þá gæti það borgað sig að gera sér aftur ferð þangað uppeftir.  Ég ætla amk. að reyna að tímasetja framtíðarferðir þangað uppeftir við matmálstíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband