Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Gamli sorrý...
Ég hef ekki gert það upp við mig hvort þessi texti Megasar á best við borgina eða borgarstjórann?
GAMLI SORRÝ GRÁNI
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Hann er feyskinn og fúinn og farinn og lúinn
Og brotinn og búinn að vera
Hann er þreyttur og þvældur og þunglyndur spældur
beiskur og bældur í huga
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Hann er beygður og barinn og brotinn og marinn
og feigur og farinn á taugum
Hann er knýttur og kalinn og karoní falinn
Ó hvað hann er kvalinn af öllum.
Gamli sorrý Gráni er gagnlaus og smáður
gisinn og snjáður, meðferð illri af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég skila væntanlega auðu í næstu borgarstjórnarkosningum. Þetta er verulega slæmt mál, þó lítið sé. Það endurspeglar ákveðna hugsun sem virðist alsráðandi í borgarstjórnarmeirihlutanum. Ég kaus bæði Villa og Gísla í prófkjörinu á sínum tíma og þeir geta báðir treyst því að þeir hafa misst mitt atkvæði til áframhaldandi setu. Þó skilst mér að Villi ætli ekki að halda áfram, sem er reyndar bara gott mál.
Andri (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 10:03
Á þetta ekki að vera Karoni falinn, þ.e. undirheimaferjumanninum?
Gunnlaugur Þór Briem, 24.8.2007 kl. 19:25
Sammála þér Friðjón....hvað er að gerast með okkar menn í borgarstjórn???? Villti Vinstri Villi, var það það sem við vildum....ekki ég allavega. Skammast mín fyrir að vera sjálfstæðismaður og íhuga úrskráningu úr flokknum.
pési pensill (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.