Skyr í Ameríku

Skyr er mikill lúxus hjá okkur hér vestra, í fyrsta lagi er það fokdýrt eða næstum 3$ fyrir eina dós og í öðru lagi þá er Whole Foods ekki í uppáhaldi hjá okkur, hún er ekki á svarta listanum en það eru aðrar verslanir sem við kjósum fremur. Í gær var hinsvegar hátíð það var Skyr hádegi, við komumst ekki einu sinni út úr Whole Foods svo mikil var ákefðin. 

Karitas var himinlifandi á meðan Helena, sem var að bragða skyr í fyrsta eða annað sinn, neytti með sínum hætti.

 

 

hmy2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Vá hvað þær eru sætar ... alger krútt :)

Búið þið þarna úti?

Eva Þorsteinsdóttir, 16.8.2007 kl. 06:41

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Jamm, við búum í Oakton í Norður Virginíu sem er úthverfi af Washington DC.

Friðjón R. Friðjónsson, 16.8.2007 kl. 12:27

3 identicon

Hvað finnst þér að Whole Foods? Ég spyr af forvitni því mér finnst voða gaman að koma þangað inn þegar ég er í Bandaríkjunum!

Tinna (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Mikid vildi eg ad eg vissi hvar er haegt ad kaupa skyr i Texas ef thad er tha nokkud haegt.

Ásta Björk Solis, 16.8.2007 kl. 18:03

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Það er ekkert að Whole Foods.  Okkur finnst bara Wegmans (sem er á nokkrum stöðum hér á austurströndinni) betri verslun og aðallega á hentugri stað fyrir okkur. Svo er asískur markaður sem heitir  H-mart sem er með ótrúlega gott úrval af grænmeti og ávöxtum á fáránlega góðu verði. Þar er líka snilldar fiskiborð þar sem lifandi fiskar synda í borðinu og úrvalið er frá tegundum sem maður hefur aldrei heyrt um til norskrar makrílar og þorsks.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.8.2007 kl. 01:56

6 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Frændi minn býr þarna á stað sem heitir Alexandria. Ótrúlega fallegt þarna og það kom mér á óvart hvað DC er skemmtileg borg.

Eva Þorsteinsdóttir, 17.8.2007 kl. 04:26

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Liz, konan mín, vinnur í Alexandria í gamla bænum. Það er mjög kósí þar, stundum full túristalegt en skemmtilegt samt.

Friðjón R. Friðjónsson, 17.8.2007 kl. 14:10

8 identicon

Hæ Friðjón.

Skemmtilegar myndir af stelpunum, alltaf jafn sætar! Helena er þvílíkt búin að stækka síðan við sáum hana síðast. Biðjum innilega að heilsa Liz.

Kveðja Silja og Hjalti 

Silja (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband