Ráðvilltur ráðherra

ossiAf öllum bloggurum á öllum bloggvefjum í heiminum þá virðist iðnaðarráðherra hafa mestan áhuga á þessum arma bloggara sem ritar hér og á eyjunni. Í nott ritaði hann pistil mér til heiðurs vegna einhvers sem hann heldur að ég hafi sagt eða ýjað að í öðrum pistili. Það er stundum erfitt að skilja mikilmennin.

Ég skrifaði þessa færslu til að gefa mynd af því hver hagfræðingur félagsmálaráðherra er:

Hagfræðingur félagsmálaráðuneytisins

Eitthvað var lítið um heimsóknir á þá færslu þannig að iðnaðarráðherra ákvað að vekja athygli á hvaða snilling Jóka væri kominn með til sín í þessari færslu:

Sturtað niður úr gullklósettinu

Mér fannst ráðherrann vera eitthvað ráðvilltur og svara því hér:

Næturgöltur ráðherrans

 

Svona er internetið sniðugt, hér get ég setið í henni Ameríku og skrifast á við mikilmennin heima á Íslandi á meðan dæturnar tæta sig í gegnum dótið okkar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hef rekið mig á þetta nokkrum sinnum við rökræðum við ýmsa vinstrimenn. Maður bendir á tvöfeldni í þeirra málflutningi (eða einhverra annarra vinstrimanna), þá gjarnan að þeir gagnrýni aðra fyrir eitthvað og geri svo nákvæmlega það sama. Gjarnan er þetta eitthvað sem mér sjálfum þykir í góðu lagi og þá er ég sakaður um tvöfeldni fyrir að gagnrýna þá fyrir það sem ég sjálfur tel fínasta mál. Þessir annars oft á tíðum ágætu einstaklingar virðast bara ekki sjá bjákann í eigin auga, eða sinna manna, og benda í staðinn á ímyndaðar flísar í augum þeirra sem sjá hann. Annað hvort hljóta þessir aðilar að vera alveg fossandi siðblindir eða blindir og alveg spurning hvort er skárra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 14.8.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Elsku besti vertu ekkert að kippa þér upp við, að hann Össur minn skrifi svona.

Hann gerir það textans vegna, pennalipur með afbrigðum.

Ef þú ert viss í þinni sök, slappaðu bara af.

Hver dæmi sjálfan sig -og láti SAMVISKUNA RÁÐA.

Miðbæjaríhaldið

á oft í mesta basli við sína Samvisku, enda breyskur maður mjög.

Bjarni Kjartansson, 14.8.2007 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband