Einar Oddur

Mig langar til að setja nokkur orð á blað til að minnast Einars Odds.

Ég kynntist Einar Oddi lítillega fyrir rúmum 16 árum síðan í gegnum vinskap minn við Brynhildi, dóttur hans. Þá var hann frægur maður, Bjargvætturinn og það er ekki laust við að mér stóð dálítill stuggur af honum allra fyrst. Það bráði þó fljótt af og ég sá að þarna fór hlýr og ákaflega skemmtilegur maður. Hann var sveitakarl og heimsborgari allt í senn, hann var ekki langskólagenginn en hann var víðlesinn og menntaður, sjálfmenntaður. Manngerð sem verður bara til í íslensku sjávarþorpi.

Aftur tókust svo með okkur kynni þegar ég fór að starfa í Sambandi ungra sjálfstæðismanna, þá var Einar orðinn þingmaður og oftast nær , þó alls ekki alltaf, var málflutningur Einars okkur að skapi. Þó var alltaf hægt að treysta á að Einar Oddur talaði tæpitungulaust og léti ekki smáatriðin skyggja á heildarmyndina.

Hans verður sárt saknað, jafnt í pólitík sem utan hennar. Ég gat ekki verið í Hallgrímskirkju í gær og vottað Binnu, Sigrúnu, Didda, Teit og Illuga samúð mína, þær kveðjur verða að koma síðar. Þangað til verða fátækleg orð á skjánum að duga.

En að lokum þá verð ég að benda á að ef menn vilja raunverulega minnast Einars Odds, þá eiga þeir að halda kjaftæðislausan dag og vera, þó ekki væri í nema einn dag, eins og Einar Oddur var allt sitt líf.

 

Einar Oddur Kristjánsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri, það síðasta sem þú sleggur til í pistli þínum er afar mörgum ofviða.

EF þetta ætti að gilda um alla í ,,vinstra iliðinu" þyrftu þau að þegja heilan dag og það veist þú, að væri ofætlan.

Nei, það verður seint og svo annað, bullið er komið yfir á okkar væng og menn þar farnir að froða og bullljúga alvag villt.

Mér verður svo oft bumbult, eftir að hafa horft á fréttir í sjónvarpi, þar sem talað er við forystumenn á markaði.  Þeir tala og tala með englaásjónu, upprifnir af eigin heilagleika, svon rétt eftir að þeri hafa strolið blóð einhvers brauðstritara úr vitum sér, líkt og Greifi nokkur í þjóðsögum Transelvaníu gerði.

Einar unni öllum réttfengis auðs, öfundaði engan) en var óstöðvandi í andstöðu sinni við einokun, sérleyfi og þessháttar.

Minnumst hans með rétu formerkjunum og hefjum gunnfána sannleikans upp að nýju innan okkar raða í Sjálfstæðisflokknum.

Þér ætti að nægja upplýsingarnar, sem nú eru um öll blöð um ofríki Lyfjarisana í garð einyrkja í lyfjaverslun.

Frekari vitna þarf ekki vvið fyrir mig.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.7.2007 kl. 10:25

2 identicon

almáttugur...var Einar Oddur pabbi Brynhildar Einars????Æi, vesalings hún...

Svandís Nína Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband