Mánudagur, 14. ágúst 2006
Heimskulegt
Það er svo yfirmáta heimskulegt að horfa á skrá, hugsa "Þetta er örugglega vírus" en smella samt á hana og komast að því að maður hafði rétt fyrir sér. Fjórum sólarhringum síðar er vélin orðin hrein að nýju.
Reyndar var þetta ekki vírus heldur svokallað "malware" forrit sem plantaði sér djúpt í iður vélarinnar og opnaði gáttir fyrir önnur illa innrætt forrit. Þannig komst inn á tölvuna forrit sem fylgist með öllum innslætti til að stela lykilorðum, forrit til að nota vélina sem spam póstþjón og svo mætti lengi telja. Á innan við sólarhring voru komin 1200 tilvik af slíkum forritum. Ég er núna að keyra 4 anti-spyware forrit og 2 vírusvarnarforrit til að vera viss um að allt sé í lagi. Ég finn það reyndar á vélinni að hún er orðin söm því það hægði svo á vinnslu á meðan þessu stóð.
Af reynslu minni verð ég að segja að hvorki Windows Defender né Ad-aware var að standa sig. Forritin Ewido og Prevx fóru langleiðina með boltann, gratís forritið Spy-Bot kláraði málið. Ewido og Prevx þarf að borga fyrir að 30 dögum liðnum, hið fyrra 30$ fyrir árið hið síðara 20$. Það sem ég hef séð til Prevx þá mun ég líklega kaupa það. 20$ eru enginn peningur og mér líkar hvernig það vinnur. Með Prevx og SpyBot þá ætti maður að vera fær í flestan sjó. En lykilatrið er auðvitað, að þegar maður sér skrá og hugsar "Þetta er örugglega vírus", EKKI smella.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir þarfa og góða ábendingu
Arnljótur Bjarki Bergsson, 14.8.2006 kl. 06:17
Ég hef bara eitt að segja þér: fáðu þér makka!
Fararstjórinn, 14.8.2006 kl. 15:11
Það myndi ég líklega gera ef ég væri einráður um kaupin, en þar sem vinnan á vélina er það ekki þannig. Hins vegar er ég harðákveðinn í því að þegar ég fer í það að búa til "Media Center" fyrir heimilið þá verður Makki fenginn í það.
Friðjón R. Friðjónsson, 14.8.2006 kl. 15:16
Þetta hlýtur að vera ein besta færsla ársins :)
Davíð Örn Jónsson (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.