Mánudagur, 9. júlí 2007
Breytingar, breytingar
Í kjölfar eyjubloggs er stefnan að taka upp léttara hjal hér á moggabloginu og nota eyjubloggið fyrir súrt pólitískt nöldur. Þetta er gert að áeggjan ættingja sem vilja að ég skrifi um það sem máli skiptir, nefnilega dætur mínar og lífið í USA en láti af æstum pólitískum áróðri. Ég ætla að reyna að finna öllu sinn stað.
Af dætrum
Það er að frétta af þeim systrum að Helena er að taka tennur sem aldrei fyrr, hún tyggur allt sem að kjafti kemur.
Karitas er byrjuð í sumarleikskóla þar sem hún skemmtir sér mjög vel, í dag er sjóræningjaþema þannig að hún mætir í skólann með lepp fyrir auganu og klút um hausinn. Mynd síðar.
Undanfarna daga hafa foreldrar Liz og systir verið í heimsókn hjá okkur, sem skýrir bloggleysið að hluta. Það hefur verið mjög þægilegt að hafa þrjá fullorðna sem slást um að fá að veita stelpunum athygli. Á meðan slökkvum við á okkar foreldraskyldum. Það gengur auðvitað mjög vel þar til eitthvað kemur upp á, þá er fríið búið.
Við skreppum stundum inn í borgina við feðginin og kíkjum á eitthvað markvert sem okkur dettur í hug að skoða. Þannig ferðum fækkar þó þegar hitastigið hækkar. Hér er að lokum ein mynd úr einni slíkri ferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Facebook
Athugasemdir
Rosalega eru stelpurnar þínar flottar! Gangi ykkur vel í Ameríku. Ertu alfarinn af Fróni eða er von á þér aftur?
kv. Sigga.
Sigga Inga (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.