Þriðjudagur, 8. ágúst 2006
920 ljósmyndir teknar úr grunni Reuters
Allar 920 ljósmyndir líbanska ljósmyndarans Adnan Hajj hafa verið teknar úr gagnagrunni Reuters eftir að upp komst að hann falsaði amk. tvær myndir teknar nýlega í Líbanon.
Eftir að upp komst um fyrri föslunina gaf Hajj þá skýringu að hann hafi verið að hreinsa rykkorn úr myndinni við slæmar aðstæður og óvart fjöfaldað reykstróka.
Það er erfitt að skilja tilganginn með þessu photoshop fúski. Hajj hefur verið orðinn svo sannfærður að hann þurfi að sýna aðgerðir Ísraelsmanna í versta mögulega ljósi að það er rökrétt afleiðing að efast um allt sem frá honum kom og í raun er erfitt að treysta ljósmyndum.
Hajj átti líka myndir frá Qana sem hafa verið gagnrýndar, ekki að það sé trú manna að þær séu falsaðar, frekar að þar sé verið að ráðskast með heimspressuna. Það má skoða samantekt hér.
Maður hefði haldið að það sé nógu mikið í gangi þarna suðurfrá að menn þurfi ekki að grípa til svona bragða.
Eins og blogarinn að Bjórá 49 kommentaði á síðustu færslu:
Partur af stríði er gjarna baráttan um "hugi og hjörtu" heimsbyggðarinnar, þar eru og hafa verið notuð ýmis vopn
Það er verra þegar upplýsingalindin menguð. Hvar á að finna sannleikann?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.