Libby ekki náðaður!

Hámenntaðir bloggarar hingað og þangað gera sig seka um að hafa það sem betur hljómar þegar kemur að því að fjalla um forseta Bandaríkjanna.

Menn skrifa að "Scooter" Libby hafi verið náðaður og það sé mikið stílbrot fyrir Bush að gera slíkt. Málið er að hann náðaði Libby alls ekki, hann breytti dómnum. Mogginn náði að hafa þetta rétt, sem er nokkuð afrek yfir sumarmánuðina.

Skilorðsbundinn tveggja ára fangelsisdómur og ca. 16 milljón króna sekt er ekki náðun.

En það er víst skemmtilegra að hafa það sem betur hljómar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er satt að Bush náðaði ekki Libby, nokkuð sem hefur farið framhjá bloggurunum, en náðunin væri ákjósanlegri miðað við dómsbreytinguna. Ef Libby hefði verið náðaður væri hægt að yfirheyra hann og hann neyðst til að segja frá öllu misferli yfirboðara sinna í Plame málinu. En út af því að dóminum var breytt getur hann núna þagað undir vernd fimmta stjórnarskrárákvæðisins(fifth amendment) og engu hægt að ná upp úr honum. 

Skilorðsbundinn tveggja ára dómur(styttri en fangelsisdómurinn) er ekkert, og Fred Thompson ásamt öðrum hafa safnað mörgum milljónum dollara í varnarsjóð fyrir hönd Libby's, þannig að sekt að upphæð 250k$ eru smámunir. 

Með því að breyta dómnum hafa BushCo grafið leyndarmál sín, allavega þar til kjörtímabili þeirra lýkur. Og það er ekkert annað en hindrun á framgangi réttlætisins.

Andri Örn (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 15:52

2 Smámynd: FreedomFries

Orðhengilsháttur segi ég. Fyrirsögnin segir "náðar" og færslan byrjar: á "eða næstum", og útskýrir síðan hvað það var sem Bush gerði, þó ég yfirfærði ekki sektarupphæðina í íslenskar krónur! Ég hugsa að þeir sem hafi lesið færsluna hafi fattað þetta... En það er víst skemmtilegra að hengja sig í það sem manni hentar betur?

Þess utan er pólítískt nokkurnveginn enginn munur á þessu tvennu, og ég skil ekki hvers vegna Bush náðaði hann ekki einfaldlega, nema til þess að gefa bloggurum og fréttaskýrendum tækifæri til þess að þusa yfir lagakrókum og tæknilegum smáatriðum, og misskilningin annarra á muninum á refsimildingu og náðun...  Á meðan er fólk allavegana ekki að tala um Dick Cheney eða Írak?

Pólítískt verða áhrifin af þessari refsimildingu og náðun þau sömu. Almenningur var á móti því að Libby væri náðaður, og er því auðvitað líka á móti refsimildingu. Það er nákvæmlega jafn auðvelt að gagnrýna þessa aðgerð eins og hefði Libby einfaldlega verið náðaður.

Hefurðu heyrt einhverjar góðar skýringar á þessu?

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 3.7.2007 kl. 16:56

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

klep·toc·ra·cy 

- a government or state in which those in power exploit national resources and steal; rule by a thief or thieves. A government characterized by rampant greed and corruption.

Baldur Fjölnisson, 3.7.2007 kl. 17:37

4 Smámynd: el-Toro

maðurinn fer ekki í fangelsi, frekar en einhver annar stjórnmálamaður í bandaríkjunum.  libby tók á sig sökina í þessu máli.  bush launaði honum þetta með því að sleppa honum við fangelsi.  hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að fá lán hjá vinum sínum til að borga upphæðina.

en libby á sér enga framtíð í stjórnsýslu bandaríkjanna eftir þetta.  það er hans refsing.  en ég hef samt enga samúð með þessum karli.  ég hafð vonað að hann færi í hart, en sú von er úti.  þessir háu herrar eða haukar í hvíta húsinu hugsa sig kannski betur um næst þegar þeim dettur eitthvað slíkt í hug.

en er ekki karl rove eftir....ég væri til í að lesa ævisögu þess manns ef hann væri kominn með bakið upp að veggnum.

el-Toro, 3.7.2007 kl. 20:52

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"I serve time and I squel to cut a deal. Spring me or else."

--- Scooter Libby

Baldur Fjölnisson, 3.7.2007 kl. 22:06

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

BUSHCO is just trying to keep Scooter's mouth shut. Baby Bush never stopped any executions as a governor, yet, he can commute this wanker's sentence? Come the freak on. :)

Baldur Fjölnisson, 3.7.2007 kl. 22:12

7 identicon

Ef Bush hefði breytt dauðadómi yfir svörtum manni sem rændi bensínstöð og drap einhvern í lífstíðardóm og einhver hefði kallað það náðun þá hefði þér ekki dottið í hug að hneykslast yfir því.

ÁJ (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 22:30

8 identicon

Dæmi um forsetanáðun á síðustu stundu er hinsvegar Marc Rich, sem hlaut náðun þáverandi forseta í janúar 2001.  Prýðisnáungi.

SS (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband