Jón Ásgeir sekur en sýknaður!

Dómurinn telur að atferlið, þ.e. það sem Jón og Baugur gerðu, brjóti gegn 104. gr. hlutafélgalaganna en sú grein vísar eingöngu til aðgerða sem hlutafélag má og má ekki því sé ekki hægt á grundvelli laga að dæma einstakling (Jón Ásgeir) fyrir brotið. Ákæruvaldið taldi Jón brotlegan því eins og allir vita þá ræður Jón þessu, svo vitnað sé óbeint í aðstoðarmann samgönguráðherra.

Eru lögin þá svona illa samin? Þessi ákvæði koma inn í hlutafélagalögin að mér skilst 1994 sem hluti af EES samræmingu, getur verið að þarna hafi verið kastað til höndunum?

Þegar maður skoðar lögin, núverandi, upprunaleg og umsagnir með greinunum þá lítur það þannig fyrir amatör eins og mér að þarna sé vísað til formanns stjórnar, en það segir það ekki berum orðum.

Ákæruvaldið hlýtur að áfrýja þessum hluta til Hæstaréttar til að skýra málið frekar.




Sjá líka eyjuna...


mbl.is Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Dómurinn segir atferlið lögbrot en ekki hægt að sakfella JÁJ fyrir það vegna þess að refsiheimild skorti til að sakfella einstaklinga. Hlutafélög eru ekki með sjálfstæðan vilja það er alltaf einhver ákvarðanataka þar á bakvið og þar hlýtur sökin að liggja.

Friðjón R. Friðjónsson, 28.6.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þetta snúist um þá Jón og séra Jón. Þegar Davíð Oddsson gekk úr augnaköllum andlegs jafnvægis vegna afskipta Baugsmanna af fjármálafyrirtæki sem hans prívatvinir ætluðu að sitja einir að upphófust nornaveiðar sem sett hafa allt dómskerfi landsins í gíslingu. Allir tilburðir sjálfstæðismanna í þá veru að fá Baugsmenn sakfellda hafa mistekist til þessa og allir sannir sjálfstæðismenn eru blátt áfram ærðir af upphafinni réttlætiskennd. Þetta eru auðvitað sömu sjálfstæðismennirnir sem gripu tækifærið þegar forseti lýðveldisins brá sér úr landi og veittu fyrrverandi alþingismanni sínum uppreisn æru eftir tugthússvist vegna fégræðgi og ómerkilegs þjófnaðar af almannafé sem honum hafði verið trúað fyrir.

Einn þeirra handhafa forsetavaldsins sem þennan gerning tóku til fullnustu var eiginkona manns sem sannað var að hafði auðgast um ofurupphæðir með ólögmætu samráði um verðlagningu á olíuvörum. Og maður fær tár í augun við að sjá hversu yfirþyrmandi hún er réttlætiskenndin í hugum sanntrúaðra sjálfstæðismanna. Hin réttlætisuppbyggða eiginkona olíufurstans var send ásamt honum í opinbera heimsókn til Kanada í boði þjóðarinnar fyrir vel unnin störf og ekki varð séð að þau hjón væru neitt "afturhallatreg" í förinni af myndum að dæma.

Nú grípa góðir flokksmenn á lofti þá skýringu á sýknu Jóns Ásgeirs að óljós lagasetning um refsiábyrgð stjórnenda fyrirtækja hafi verið nýtt til sýknunarinnar. Ekki man ég til að sýknun Kristins Björnssonar vegna sömu laga hafi farið mikið fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum þeim sem nú grípa það hálmstrá að Jón Ásgeir sé nú þrátt fyrir allt glæpamaður.

Þetta eru aumingjar Árni minn, sagði hún Ingibjörg móðir mín ævinlega þegar nýjustu fréttir af réttlætiskennd sjálfstæðismanna bárust í útvarpinu. Enda var hún dóttir Árna prófasts Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. Hann var nú reyndar íhaldsmaður og sagði einhverntímann að "það þyrfti að taka svona 50 framsóknarmenn af lífi mánaðarlega, barasta öðrum til viðvörunar!"

En það er alveg sama hvað þið sjálfstæðismenn hamist á Baugsfjölskyldunni því öll þjóðin, fyrir utan ykkur hina garmana styður hana.

Það skiptir nefnilega engu hvað þið íhaldsmenn hækkið launin við Davíð. Þeir Baugsfeðgar standa alltaf uppúr. Andlegi stærðarmunurinn er svo mikill.

Og manngildið er auðvitað ekki sambærilegt.

Eitt megið þið þó eiga. Alþingisforsetinn hefur bærilega hreinan skjöld þó hann beri ekki af öðru fólki um gáfnafar.

Hvern fjandann takið þið til bragðs ef öllu þessu offorsi við að sakfella Baugsmenn lýkur með sýknu? Gerið þið aðra árás á peningaskápinn með mygluðu koníaksflöskunni? 

Árni Gunnarsson, 28.6.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Guðmundur - Olíufurstarnir voru ekki sýknaðir, málinu gegn þeim var vísað frá.

H

Hallgrímur Egilsson, 28.6.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Árni Guðmundsson
Þessi setning er arfavitlaus:

Ef refsiheimildir eru ekki fyrir hendi þá er gjörningurinn refsilaus. Ef gjörningurinn er refsilaus þá braut viðkomandi ekki skv. gildandi lögum.
Ef setning þín væri sönn þá væru þessar setningar í dómnum marklausar:
Dómurinn hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að atferli sem lýst er í 2., 3., 6 og 7. ákærulið sé brot á þeim ákvæðum hlutafélagalaga sem rétt eru tilgreind í ákærunni.

Samkvæmt þessu er verulegur brestur á að refsiheimild 104. gr. sé svo skýr að hægt sé að dæma einstakling á grundvelli hennar.

Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lög voru brotin en þar sem verknaðarlýsingin vísi til gerða hlutafélags en ekki einstaklings þá sé ekki hægt að dæma JÁJ fyrir lögbrotið.


Verknaðarlýsingin vísar til gerða hlutafélagsins Baugs ákæran byggir á því sem allir vita. 

Kæri Jón, þú ræður þessu á endanum. Það vita allir.

Friðjón R. Friðjónsson, 29.6.2007 kl. 01:12

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Árni Guðmundsson, áhugamaður um ræktun.

Það er rétt hjá þér að JÁJ var sýknaður.

En það er líka rétt að héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að lög voru brotin. Hver ber ábyrgð á því lögbroti?

Friðjón R. Friðjónsson, 29.6.2007 kl. 02:23

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er aðeins eitt um þetta mál allt að segja.

Framvindan á öllum stigum meðferðarinnar og nú síðast Héraðsdóms, að verulega þurfa þeir sem á Löggjafasamkundu vorri að vanda sig, til þess, að ekki megi snúa útúr ,,vilja löggjafans" á síðari stigum.

Árni Gunnarsson, eys úr kitrum sálarlífins yfir nafngreinda menn og gefur þeim einkunnir.  Ekki af mikilli stillingu hugans en það er annað mál og kyrfilega hans sjálfs. Þó svo ái hans hafi verið góður og gegn íhaldsmaður, er ljóst, að eitthvað hefur nú vaskast um of í afkomendunum.

Staðhæfingar hans um okkur Sjálfstæðismenn, að við förum hamförum á Jóhannesi og hans börnum er brosleg.  Marg ítrekaðar yfirlýsingar þeirra sem komu að rannsókn, sókn og undirbúnig eru algerlega ótvíræðar.  Samt hikar hann ekki við, að væna opinbera starfsmenn, sem gegna hvað viðkvmustu störfunum, um að vera handbendi pólitíkkusa.  Þetta eru auðvitað Fjölmæli.

Ekki dettur mér í hug, að deila við dómara, vona bara, að mál fari hrat og greiðlega í gegnum Hæstarétt, sem auðvitað verður látin segja sitt orð um túlkun lagabókstafsins.

Ef þá verður sýknað, er kominn botn í málið og þá verða menn að hafa hraðar hendur um breytingu lagabálkana, þar sem fordæmi væri komið um refsiábyrgð FYRIRTÆKJA.

Sumsé, færu menn umvörpum, að skrá bíla sína sem fyrirtæki og svo framvegis.

Þyrftu þá skrásetjendur að fara dagfari og náttfari, að klára skráningarnar.

SVo er bara að LÆRA AF MISTÖKUM LÖGGJAFANS.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 09:47

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Árni Gunnarsson
Þarna gerir þú þig sekan um slæma villu, þú gerir ráð fyrir að mistök geti ekki orðið. Þrátt fyrir ítrekaðan yfirlestur þá geta mistök átt sér stað. Ég vísa til dæmis til breytingar sem gerð var á barnalögum áður en þau tóku gildi, þú getur lesið um það hér:
http://www.althingi.is/altext/130/s/0152.html

Þetta er bara eitt lítið dæmi, þau eru miklu fleiri þar sem kastað hefur verið til höndunum við samningu og samþykkt laga.

Þú ert að gera ráð fyrir að þingmenn þekki lögin. Minnihluti þeirra er lögfærðingar (sem betur fer;-) og því óvanir lestri lagatexta þegar þeir setjast á þing. Ég hef lent í því að útskýra fyrir þingmanni hvernig lög um ríkisborgararétt virka. Þá var viðkomandi búinn að sitja á þingi nokkuð lengi og tekið þátt í að samþykkja ríkisborgarétt til handa ótal manns. Umræddur er ekki Sjálfstæðismaður.


Þegar þessi lög vor samþykkt þá voru þau rædd samtals í u.þ.b. eina klukkustund á þingi sem er umtalsvert meira en flestar lagabreytingar eru ræddar.

Frumvarpið var lagt fram af viðskiptaráðherra þáverandi, Sighvati Björgvinssyni.
Það var samið í viðskiptaráðuneytinu og dönsk lög og EES reglur voru höfð til hlilðsjónar, þar sem frumvarpið var hluti af aðlögun við EES-samninginn. Starfmenn dómsmálaráðuneytisins komu hvergi nærri.

Tilgangurinn var eins og áður hefur komið fram aðlögun að EES samningi.

Ég vona að sýknuninni verði áfrýjað til Hæstaréttar og svo sjáum við hvað kemur út úr því, ef hæstiréttur er sammála héraðsdómi þá þarf að breyta lögunum.

Friðjón R. Friðjónsson, 29.6.2007 kl. 14:13

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snjall ertu, Friðjón.

Jón Valur Jensson, 30.6.2007 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband