Ég er skotin í Obama

Eitt af vinsælasta myndband kosningabaráttunnar hér vestra er komið fram. Myndbandið sýnir unga klæðalitla fyrirsætu "syngja" lagið I Got a Crush...On Obama. Lagið er ekki merkilegt en það hefur verið horft á myndbandið rúmlega 1500 þúsund sinnum (ein og hálf milljón áhorf) á örfáum dögum. Myndabandið var sett á vefinn 13. júní.

Myndbandið var gert til að auglýsa nýjan grínvef sem heitir barelypolitical.com og er ekki á vegum Obama en það er klárt mál að kosningastjórn Obama syrgir myndbandið ekkert.

Gallinn við Obama er hinsvegar að enn veit maður lítið sem ekkert hvað hann stendur fyrir, nema það að villta vinstrið í demókrataflokknum elskar hann. Ef maður á að þekkja menn af vinum og stuðningsmönnum þá líst mér ekki vel á Barry.
En hann á sæta stuðningsmenn og það hlýtur að telja eitthvað.




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir að Obama menn hljóti að vera ánægðir með þetta. Ég efast um það. Frekar lítur þetta út sem lymskufullur áróður í anda Karl Rowe og félaga. Gerðu þeir ekki einhverjar svona auglýsingar í síðustu kosningabaráttu þar sem þeir létu einhverja svona gálu vera að glenna sig út í Kerry? Mig rámar í það.

Andrés Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Miðað við hvað þetta fær mikla athygli en tiltölulega jákvæða þá held ég að það sé ekki spurning að þeir eru ánægðir með þetta. CNN er með viðtal við fólkið á bak við myndbandið það er lika komið á youtube.

Friðjón R. Friðjónsson, 21.6.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég held að þú sért að rugla saman meðferð sem Harold Ford fékk af hálfu Repúblikana í fyrra. Ford var að bjóða sig fram til öldungardeildarsætis fyrir Tennessee og í baráttunni var birt mjög umdeil auglýsing sem hægt er að sjá á Youtube.

Ford er svartur og í auglýsingunni heldur hvít kona því fram að hún hafi hitt Ford í Playboy-setrinu og biður svo í lok auglýsingarinnar um að hringja í sig. Samneyti hvítra kvenna við svarta karla er enn mjög viðkvæmt mál víða í Tennessee og því er haldið fram að þessi auglýsing hafi skipt sköpum í kosningabaráttu sem var mjög tvísýn.

Andstæðingur Ford sigraði með minna en 3%.

Friðjón R. Friðjónsson, 21.6.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband