Þriðjudagur, 19. júní 2007
"Ég kannast víst ekki við þennan S-hóp."
Eitt besta skemmtiefni sem mér hefur borist um langa hríð er handritið að viðtali Þóru Arnórsdóttur við Þórólf Gíslason. Maður veltir því fyrir sér við lesturinn hvort búi Þórólfur á Íslandi?
S-hópurinn? Er það einhver poppgrúppa?
--------------
Sjálfskipað ráð deilir út fé
Tuttugu og fjögurra manna fulltrúaráð eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga ákvað hvaða hópur skyldi fá greidda tugmilljarða króna við slit félagsins. Ráðið hefur kosið sig sjálft síðan sambandið leið undir lok.
Samvinnutryggingar gt-gagnkvæmt tryggingafélag voru stofnaðar árið 1946. Þær sameinuðust svo brunabótafélaginu í VÍS árið 1989. Eftir lifði samt eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar sem hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum síðustu ár. Þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árin 1987 til 1988 og héldu áfram að tryggja hjá VÍS fram til 1. júní 2006 eiga nú að fá sinn hluta greiddan í hlutabréfum í Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga ehf. En hvers vegna á bara þessi hópur rétt á greiðslu en ekki þeir sem áttu í viðskiptum við Samvinnutryggingar fyrr eða fluttu sig yfir til annars tryggingafélags eftir stofnun VÍS.
Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Samvinnutrygginga ehf.: Ja, þetta er nú bara, fer eftir samþykktum félagsins og félagið hefur alltaf starfað eftir sínum samþykktum.
Þóra Arnórsdóttir: En, er þetta dálítið, já, hvað á maður að segja, svona tilviljanakennt val að velja nákvæmlega þennan hóp?
Þórólfur Gíslason: Hvað áttu við, fyrirgefðu?
Þóra: Það er að segja nákvæmlega þennan hóp sem að tryggði þarna 87, 88 og svo fram til 2006 hjá VÍS?
Þórólfur Gíslason: Nei, það er ekki sko, vegna þess að tryggingastarfsemin, sko, hún er þannig að þetta er ákveðin skil sem verða þarna og þá er þetta gagnkvæma tryggingafélag ekki lengur með tryggingastarfsemi, sko, beina. En þetta eru bara samþykktirnar og þær eru svona að ég vona að, að þetta sé það sem að, að hérna, menn geti verið bara mjög ánægðir með þegar upp verður staðið.
Það er 24 manna fulltrúaráð sem gerir þessar samþykktir og það hefur líka kosið stjórn sem ákveður fjárfestingastefnu, styrkveitingar og fleira.
Þóra: Hvaðan kemur þeirra umboð eftir að SÍS líður undir lok?
Þórólfur Gíslason: Ja, það kemur, þeirra umboð kemur frá fulltrúarráðinu að sjálfsögðu, sem hefur verið starfandi allan tímann. Fulltrúarráðið hefur verið kosið, það er þannig að það er kosið til 4 ára í senn og síðan hefur það sem sagt verið endurnýjað árlega, einn fjórði af fulltrúarráðinu.
Þóra: Bíddu, en hver kýs?
Þórólfur Gíslason: Ja, aðalfundur sambandsins kaus meðan hann var og hét, síðan hefur, hefur sko, hefur fulltrúaráðið tilnefnt eftir það, þar sem að það hefur endurnýjað sig.
Tugþúsundir manna eiga skilyrtan eignarrétt í félaginu, þótt fæstir hafi kannski vitað af því.
Þóra: Hefði ekki verið eðlilegt þá einmitt þá að boða þá á fundi einmitt til þess að kjósa fulltrúaráð og fleira.
Þórólfur Gíslason: Ja, það liggur raunverulega, þetta fer bara eftir samþykktum félagsins, nákvæmlega og eins og ég hef margsagt að þeir hafi ekki lagt fram neina fjármuni og þetta er algjörlega skilyrt að þeirra eignaréttur verður ekki virkur nema félaginu verði slitið.
S-hópurinn sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma hefur löngum verið nefndur í sömu andrá og Samvinnutryggingar ehf. Þórólfur kannast ekki við þann hóp.
Þórólfur Gíslason: Ég kannast víst ekki við þennan S-hóp. Hann er nú svona tilbúinn, þó að svona í umræðunni hafi verið reynt að gera þetta tortryggilegt hjá sumum þá er þetta allt saman á misskilningi byggt. Samvinnutryggingar lánuðu engum fé til að kaupa hlutabréf í Búnaðarbankanum. Þeir fengu bara eins og aðrir, á þeim tíma sem stóð að þessum kaupum, keyptu ákveðin hlut í bankanum sem hefur ávaxtað sig ágætlega en það, það er margt annað sem hefur ávaxtað sig mjög vel.
Tími: 03:10
Fréttamaður: Þóra Arnórsdóttir
S-hópurinn? Er það einhver poppgrúppa?
--------------
Sjálfskipað ráð deilir út fé
Tuttugu og fjögurra manna fulltrúaráð eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga ákvað hvaða hópur skyldi fá greidda tugmilljarða króna við slit félagsins. Ráðið hefur kosið sig sjálft síðan sambandið leið undir lok.
Samvinnutryggingar gt-gagnkvæmt tryggingafélag voru stofnaðar árið 1946. Þær sameinuðust svo brunabótafélaginu í VÍS árið 1989. Eftir lifði samt eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar sem hefur verið umsvifamikið í fjárfestingum síðustu ár. Þeir sem tryggðu hjá Samvinnutryggingum árin 1987 til 1988 og héldu áfram að tryggja hjá VÍS fram til 1. júní 2006 eiga nú að fá sinn hluta greiddan í hlutabréfum í Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga ehf. En hvers vegna á bara þessi hópur rétt á greiðslu en ekki þeir sem áttu í viðskiptum við Samvinnutryggingar fyrr eða fluttu sig yfir til annars tryggingafélags eftir stofnun VÍS.
Þórólfur Gíslason, stjórnarformaður Samvinnutrygginga ehf.: Ja, þetta er nú bara, fer eftir samþykktum félagsins og félagið hefur alltaf starfað eftir sínum samþykktum.
Þóra Arnórsdóttir: En, er þetta dálítið, já, hvað á maður að segja, svona tilviljanakennt val að velja nákvæmlega þennan hóp?
Þórólfur Gíslason: Hvað áttu við, fyrirgefðu?
Þóra: Það er að segja nákvæmlega þennan hóp sem að tryggði þarna 87, 88 og svo fram til 2006 hjá VÍS?
Þórólfur Gíslason: Nei, það er ekki sko, vegna þess að tryggingastarfsemin, sko, hún er þannig að þetta er ákveðin skil sem verða þarna og þá er þetta gagnkvæma tryggingafélag ekki lengur með tryggingastarfsemi, sko, beina. En þetta eru bara samþykktirnar og þær eru svona að ég vona að, að þetta sé það sem að, að hérna, menn geti verið bara mjög ánægðir með þegar upp verður staðið.
Það er 24 manna fulltrúaráð sem gerir þessar samþykktir og það hefur líka kosið stjórn sem ákveður fjárfestingastefnu, styrkveitingar og fleira.
Þóra: Hvaðan kemur þeirra umboð eftir að SÍS líður undir lok?
Þórólfur Gíslason: Ja, það kemur, þeirra umboð kemur frá fulltrúarráðinu að sjálfsögðu, sem hefur verið starfandi allan tímann. Fulltrúarráðið hefur verið kosið, það er þannig að það er kosið til 4 ára í senn og síðan hefur það sem sagt verið endurnýjað árlega, einn fjórði af fulltrúarráðinu.
Þóra: Bíddu, en hver kýs?
Þórólfur Gíslason: Ja, aðalfundur sambandsins kaus meðan hann var og hét, síðan hefur, hefur sko, hefur fulltrúaráðið tilnefnt eftir það, þar sem að það hefur endurnýjað sig.
Tugþúsundir manna eiga skilyrtan eignarrétt í félaginu, þótt fæstir hafi kannski vitað af því.
Þóra: Hefði ekki verið eðlilegt þá einmitt þá að boða þá á fundi einmitt til þess að kjósa fulltrúaráð og fleira.
Þórólfur Gíslason: Ja, það liggur raunverulega, þetta fer bara eftir samþykktum félagsins, nákvæmlega og eins og ég hef margsagt að þeir hafi ekki lagt fram neina fjármuni og þetta er algjörlega skilyrt að þeirra eignaréttur verður ekki virkur nema félaginu verði slitið.
S-hópurinn sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma hefur löngum verið nefndur í sömu andrá og Samvinnutryggingar ehf. Þórólfur kannast ekki við þann hóp.
Þórólfur Gíslason: Ég kannast víst ekki við þennan S-hóp. Hann er nú svona tilbúinn, þó að svona í umræðunni hafi verið reynt að gera þetta tortryggilegt hjá sumum þá er þetta allt saman á misskilningi byggt. Samvinnutryggingar lánuðu engum fé til að kaupa hlutabréf í Búnaðarbankanum. Þeir fengu bara eins og aðrir, á þeim tíma sem stóð að þessum kaupum, keyptu ákveðin hlut í bankanum sem hefur ávaxtað sig ágætlega en það, það er margt annað sem hefur ávaxtað sig mjög vel.
Tími: 03:10
Fréttamaður: Þóra Arnórsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur ekki alltaf verið auðskilið hvert Þórólfur Gíslason er að fara. Hann hefur af sumum verið kallaður kafbáturinn í viðskiptalífinu. Ágætur bóndi sem ég þekki nefndi naut eftir Þórólfi, því honum fannst nautið hafa svipað skapferli, undiförult og sótti í að stanga hann í bakið.
Valgeir Bjarnason, 19.6.2007 kl. 11:59
Sumir eru fæddir til að hafa vit fyrir öðrum: Þannig menn telja framsóknarforkólfar margir sig vera, þar með talið Þórólfur þessi, Finnur nokkur, Halldór Ásgríms og fleiri kafbátar. Forræðishyggja framsóknar kemur gjarnan líka fram í því að telja sig réttkjörna til að sjá um annarra manna fé og ávaxta það sjálfum sér til hagsbóta og sínum vildarvinum. Hvort þeim þóknast svo einhverntíman að skila réttum eigendum fjárins einhverju er svo bara undir geðþótta og góðmennsku þeirra komið. Gjarnan þarf einhver sem eitthvað á undir sér að reka í þá hornin svo þeir ranki við sér.
Kristján H Theódórsson, 19.6.2007 kl. 15:00
Þetta er dásamleg lesning um íþróttafréttir í Framsókn/SÍS/Sambó, það er nú eins og Þórólfur þessi sé nú ekki alveg í þessum heimi í þessu viðtali....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.6.2007 kl. 22:29
Samkvæmt reyndum ransóknarlögreglumanni sem ég kannast við á maður að taka vel eftir fjölda biðorða í máli manna sem ætla má að hafi misjafnt mjöl í pokahorninu
Sævar Finnbogason, 21.6.2007 kl. 01:52
Sævar hefur mjög margt til síns mál og rétt. Takið vel eftir máli Þórólfs, sem fékk mig til að halda að maðurinn talaði ekki íslensku. Greinilegt er að hann er EKKI eingöngu að þylja upp það sem satt er og rétt. Sannleikurinn er nefnilega þannig að hann þarf ekki að skálda og því kemur hann upp úr fólki án hiks og stams...
Snorri Magnússon, 21.6.2007 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.