Hvaða stjórn á svo að viðurkenna?

Undanfarin misseri hafa ýmsir krafist þess að stjórn hryðjuverkasamtakanna Hamas og Fatah verði viðurkennd. Núna berast þessar hreyfingar á banaspjótum og einhverjir vilja kenna Ísrael um blóðbaðið!

Staðreyndin er að við horfum upp á tvær hreyfingar ofbeldismanna berjast um yfirráð yfir völdum, landi, fólki og síðast en ekki síst aðgangi að fjármagni.


Mogginn segir okkur frá því að Fatah handtaki Hamas-liða og AP segir frá því að Hamas sé að sigra og stundi opinberar aftökur á Fatah liðum.

Farið hefur fé betra. Vonandi klára þeir hvorn annann og úr öskustónni rísi fólk sem hafni ofbeldinu.

Ef Hamas sigrar og gengur til bols og höfuðs á Fatah, vilja menn þá enn viðurkenna stjórnina?
Vinstri menn dá svo sem jafn slæma og verri morðingja.


mbl.is Tugir Hamas-liða handteknir á Vesturbakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... og einhverjir vilja kenna Ísrael um blóðbaðið!" segirðu. Það var nú t.d. að skilja á leiðara Moggans í dag, og vitaskuld var það líka endanótan þunga og sterka í örstuttum pistli í Spegli Rúvsins í kvöld -- já, Le Monde sagði þetta, og þá leyfist auðvitað Friðriki Páli Jónssyni að gera það sama! ... En allt er það á eina bókina lært.

Jón Valur Jensson, 15.6.2007 kl. 00:01

2 identicon

Í ljósi þess sem er að gerast þarna niðurfrá, væri ekki kjörið að senda Ingibjörgu Sólrúnu niður eftir til að hefja "viðræður" við Palestínumenn. Það væri snilld að senda Ólaf Ragnar Grímsson með henni.

Sveinn (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband