Vilta (norð)vestrið

Stebbifr hinn kaldhæðni og skapheiti bloggari velti fyrir sér stöðu Sturlu Böðvarssonar og Jóhönnu Sig. um daginn og spáði því að þetta kjörtímabil yrði það síðasta fyrir þau bæði. Hann spáir því reyndar að Sturla hætti fyrr.

En þegar Sturla Böðvarsson lét af embætti samgönguráðherra lét hann hafa eftir sér að hann vissi ekki hvað tæki við 2009 þegar hann léti af embætti forseta alþingis en það yrði eitthvað sem hæfði fyrsta þingmanni norðvesturkjördæmis. Þessi yfirlýsing hefur staðið í mér í nokkra daga.

Það er nefnilega auðvelt að skilja orð Sturlu þannig að hann geri sér vonir um að endurheimta ráðherrastól. Ég held hinsvegar að hann hafi verið að láta vita að það verði  dýrt að koma fyrsta varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í norðvesturkjördæmi á þing.

Það verður áhugavert að sjá hvað það muni kosta og hver gefur eftir.

Hvar eruð veðbankar þegar mann langar að hætta fé til gamans?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hann vill verða vegamálastjóri.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.5.2007 kl. 11:03

2 Smámynd: Kjartan Vídó

Er ekki hægt að senda hann úr landi? T.d.væri ágætt að geyma hann í sendiráðinu í Kína, hann gæri verið ráðgjafi við vegaframkvæmdir þar.

Kjartan Vídó, 28.5.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Stefán, ég held að í þessum skilaboðum hafi falist að Herdís verði dýrari en það. Því eins og allir vita þá er meiri áhugi í Granaskjólinu á að fá þennan varaþingmann inn en alla hina til samans.

Ég held líka að Sturlu hugnist það ekkert sérstaklega að verða vegamálastjóri undir Möllernum.

Friðjón R. Friðjónsson, 28.5.2007 kl. 15:43

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta var klárlega ákall Sturlu um að hann fái eitthvað eftir tvö ár. Hef enga trú á að hann verði þó áfram í stjórnmálum eftir það, tja nema að hann fái ekkert - þá situr hann tímabilið á enda eins og Blöndalinn, þrátt fyrir forsetamissinn. Í öllu falli er þetta ákall um annað starf tel ég. Tel að Geir hafi ekki beint áhuga á að gera hann aftur að ráðherra, þá hefði hann haldið honum í ráðherrastól núna.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.5.2007 kl. 19:10

5 Smámynd: Sveinn Arnarsson

"hinn Kaldhæðni og skapheiti bloggari"

Með fullri virðingu Fyrir Stebba góðvini mínum, þá er þetta hin fínasta kaldhæðni.

Sveinn Arnarsson, 28.5.2007 kl. 20:19

6 Smámynd: Kjartan Vídó

En eigum við ekki bara að vona að þessum sérstöku stöðuveitingum til fyrrverandi ráðherra séu liðnir tímar og Sturla sæki bara um einhverja vinnu eins og hver annar. Halldór Blöndal og Sólveig Péturs fengu ekkert og því ætti að púkka undir rassinn á Sturla nema Granskjólið meti varamanninn svo mikið að Sturla fái einhvern kjötbita að narta í.

Kjartan Vídó, 28.5.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband