Mánudagur, 21. maí 2007
Staðreyndaklám
Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins er einn af þessum staðhæfingaklámhundum. Vinnubrögð hans eru á þann veg að hann slengir fram einhverju sem honum finnst benda til einhverrar hneigðar eða skoðunar og alhæfir svo útfrá því. í Silfri Egils í dag slengdi hann fram fullyrðingunni að í Reykjarvíkurbréfi Morgunblaðsins, þar sem fjallað er um yfirstandandi stjórnarmyndun, kæmu orðin hætta og áhætta 10-12 sinnum og bentu til einhverrar vænisýki höfundar og þ.a.l. væri mogginn á einhverju móðursýkisstigi og ekkert mark á honum takandi.
Það er nú ekki flókið að staðreyna fullyrðingu Sigurðar, Reykjarvíkurbréfið er hér. Þá sér maður að af 2291 orði kemur orðið hætta fyrir tvisvar og áhætta einu sinni. Vænisýkin er semsagt öll í huga Sigurðar. Nú veit ég ekki hvað Sigurður G. Tómasson innbyrti áður en hann las greinina, nýlega eða á hippaárunum, en það hjálpar honum a.m.k. ekki að takast á við raunveruleikann. Getur einhver sem þekkir til hans staðið fyrir svona inngripi og reynt að koma honum til okkar, inn í raunveruleikann til okkar hinna. Nei, það er líklega er það of seint.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Æi! Hann er nú bara eins og hann er hann Bubbi. Við fyrirgefum honum snarlega þessa talnaspeki. En þar er eins gott að hann fari nú ekki að telja sitkalýsnar á Þingvöllum! Þá hætti ég að hlusta á Útvarp Sögu.
Júlíus Valsson, 21.5.2007 kl. 12:39
Það er eitt að þér Fritz. það er gaman að þér!!!
Kjartan Vídó, 21.5.2007 kl. 13:16
Hvar er þessi raunveruleiki "okkar" eiginlega?
Jóhamar (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 13:24
Heill og sæll Friðjón.
Ég verð að segja þér með allri virðingu fyrir þér. Þetta er nú of langt gengið að birta mynd af honum og þessi skrif eru ekki sæmandi nokkrum manni.
Hvað hefur Sigurður gert þér. Þú verður að taka rökum þetta er hans skoðun að ríkistjórn muni ekki halda lengi völdum.
Ég sjálfur er á móti þessari stjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar skoðanir þessara flokka er gerólíkar þar á meðal eru stórmál sem eftir er að afgreiða hvort það slitnar á þeim málefnum verður að koma í ljós. Ég spái henni ekki langlífi. Enda eru þetta ekki jafnaðarmenn í stjórn samfylkingar heldur eru þetta að mestu Alþýðubandalagsfólk.
Enn að láta reiði taka sig á taugum er þér ekki sæmandi þér.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 21.5.2007 kl. 17:11
Já alveg ástæða til að úthrópa manninn.
Steindór Grétar Jónsson, 21.5.2007 kl. 22:58
Er þetta ekki mynd af Sigurði málara Guðmundssyni, þeim er hannaði íslenska þjóðbúninginn?
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:12
Jóhann Páll
Sigurður hefur ekki gert mér neitt, nema teygja fram hálsinn. Að íslenskum sið hlýt ég að höggva.
Reyndar held ég að ég hafi frekar verið að stökkva vatni á gæs, því gamlir kommar hafa ekki verið mjög uppteknir af sannleikanum.
Friðjón R. Friðjónsson, 22.5.2007 kl. 00:14
Ég held að fólk sé almennt ekki að hlusta á hann á Útvarpi Sögu. Ég geri það stundum og alltaf er hann með sögufalsanir þegar hann ræðir Björn Bjarnason, Baug, Jón Gerald, Seðlabankann, Moggann, Davíð. Maðurinn hefur fengið til liðs við sig Guðmund Ólafsson og það er ekki eitt orð rétt sem frá þeim fer.Tómt bull og lygar. En þeir komast upp með það. Sæi fólk í anda ef einhver á RÚV leyfði sér svona pólitískt andóf
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.