Föstudagur, 11. maí 2007
Umdeildar embættisveitingar?
Ég hóf að setja saman neðangreind orð af öðru tilefni, en auglýsingar vænisjúks auðmanns sem vill kaupa sér ákveðna niðurstöðu í kosningum setja þessi orð í annað ljós. Í öllum blöðum er auglýst og fólk hvatt til að strika yfir Björn Bjarnason (Mér þætti reyndar vænt um að kjósendur Samfylkingarinnar gerðu sem mest af því) Í auglýsingunni er eftirfarandi haldið fram:
Embættisveitingar Björns hafa verið harðlega gagnrýndar á undanförnum árum.
En hvaða embættisveitingar eru það?
Á vef dómsmálaráðuneytisins var í gær birt myndin sem er hér að ofan, hún er af ráðherra með lögreglustjórum landsins og nokkrum embættismönnum. Á myndinni eru 5 konur í karlaskara og það rann upp fyrir mér að 4 þeirra voru skipaðar eða veitt stöðuhækkun af Birni en einungis tveir åf körlunum 14, hinir tólf voru skipaðir í stöðu sínar fyrir tíð Björns. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig er með aðrar skipanir því ég man úr störfum mínum í ráðuneytinu að þegar hann tók við embætti var hlutfall kvenna í nefndum á vegum ráðuneytisins rétt rúm 25%, 3 árum síðar var hlutfallið komið í tæp 40% ef ég man rétt.Eins og ég minntist á að ofan þá hefur hann skipað konur í embætti ef maður rennir yfir vef dómsmálaráðuneytisins finnur maður eftirfarandi:
Í dómsmálaráðherratíð sinni hefur Björn skipað 4 sýslumenn, 3 konur 1 karl.
- Kristín Völundardóttir skipuð sýslumaður í Hólmavík og síðar á Ísafirði
- Ásdísi Ármannsdóttur sýslumaður á Siglufirði
- Láru Huld Guðjónsdóttur sýslumaður á Hólmavík.
- Guðgeir Eyjólfsson sýslumaður í Keflavík
Hann hefur skipað 8 héraðsdómara 4 konur og 4 karla.
- Sigrún Guðmundsdóttur skipuð dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
- Ragnheiði Bragadóttur héraðsdómari við héraðsdóm Austurlands.
- Ástríði Grímsdóttur héraðsdómari við héraðsdóm Suðurlands
- Arnfríði Einarsdóttur héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness
- Ásgeir Magnússon héraðsdómari án fasts aðseturs
- Skúla Magnússon héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
- Símon Sigvaldason skipaður héraðsdómari án fasts aðseturs
- Ingimund Einarsson héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
Skipan saksóknara er þannig:
- Ragnheiði Harðardóttur skipuð í embætti vararíkissaksóknara
- Kolbrúnu Sævarsdóttur í embætti saksóknara hjá ríkissaksóknara
- Helga Magnús Gunnarsson í embætti saksóknara hjá ríkissaksóknara
- Sigríði Elsu Kjartansdóttur í embætti saksóknara hjá ríkissaksóknara
Aðrar skipanir:
- Sigríður Björk Guðjónsdóttir skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri
- Hildur Dungal skipuð forstjóri Útlendingastofnunar
- Stefán Eiríksson í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins (engin kona sótti um)
- Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslu (engin kona sótti um)
- Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari
Þá hefur Björn valið sér 4 aðstoðarmenn í ráðherratíð sinni í menntamálaráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu, 2 konur og 2 karla.
Margir stjórnmálamenn tala og tala um hlutina, munurinn á þeim og Birni er að hann framkvæmir.
Auglýsingar auðmannsins gefa í skyn að eitthvað óeðlilegt sé með embættisveitingar dómsmálaráðherra, Pétur Gunnarsson segist hafa skömm á aðferðum Björns, af öllum þessum embættisveitingum þá hefur skipan Ólafs Barkar ein ollið úlfaþyt, en hver er tilbúinn nú til að segja að hann eigi ekki heima í Hæstarétti. Af öllum þessum embættisveitingum að hverri þeirra var þannig staðið að skömm væri að?
Yngri dóttir mín vaknaði áðan og þar sem ég var að sinna henni áttaði ég mig á því að ég væri að sýsla með það sama og Jóhannes Jónsson ber á borð fyrir íslenska kjósendur í dag - mannlegan úrgang.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Þarna vantar Pál Winkel, það er skömm að því og svo er það ríkissaksóknari og það ferli sem nú er í gangi og er því miður Friðjón, fyllsta ástæða til þess að tortryggja enda ekki að ástæðulausu sem sú atburðarás sem ráðherrann ætlaði fram með var stöðvuð af Valhöll.
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 11:01
Páll Winkel hefur ekki enn verið skipaður, en eftir að hafa unnið fyrir Björn í tæp 4 ár þá þykir mér það ekkert líklegra að Jón HB Snorrason verði fyrir valinu. Þegar svona gaurar eins og þú sjáið samsæri í hverju horni þá er yfirleitt eðlileg stjórnsýsluleg skýring þar á.
Ef ég man rétt þá var staða ríkissaksóknara bara auglýst í Löbbanum og 5 sóttu um en staða lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í öllum blöðum og líklega Myndböndum mánaðarins líka en bara 2 sóttu þar um.
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 11:26
Að auki segist þú hafa skömm á aðferðum Björns við embættisveitingar en tiltekur svo tvö embætti sem ekki er búið að veita! Nefnir hinsvegar engar raunverulegar embættisvetingar. Lélegt.
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 11:44
Blessaður og sæll Friðjón.
Þetta er aldeilis góð úttekt hjá þér og gefur greinargott yfirlit yfir embættisveitingar Björns sem eru honum allar til sóma að því er mér virðist. Það er ótrúlegt hvað menn geta sífellt staðið í því að gera allt tortryggilegt sem Björn gerir, jafnvel þó að augljóst sé að fagleg sjónarmið ráði ætíð för.
Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:03
Það er ánægjulegt að Jóhannes vekur athygli á Sjálfstæðisflokknum og hvetur óbeint til þess að farið sé yfir glæstan feril Björns. Ég tek undir með Friðjóni og hvet kjósendur Samfylkingarinnar að strika Björn út.
Sigurgeir Orri (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:19
"Svona gaurar eins og ég" Friðjón, Jóhannes Rúnar, einn umsækjenda hefur nú lýst þessu yfir í fjölmiðlum að hann hafi lesið stöðuna á þennan veg og ég hef sjálfur talað við fleiri umsækjendur sem eru því sammála. Ég vona sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér um að Björn ætli ekki að skipa Jón, það yrði til að kveikja ófriðarbál.
En með Pál Winkel þá hefur komið fram hjá Sigurði Líndal að auglýsingin sé beinlínis ólögmæt, í henni eigi að tilgreina þau skilyrði sem lög kveða á um en ekki önnur. Lögreglulög veita lögreglumönnum heimild til þess að sækja um þetta embætti.
Að auki tel ég ljóst og úmdeilt að embættisveitingin til Ólafs Barkar var í meira lagi umdeilanleg. Að lokum þakka ég þér fróðlega og góða úrvinnslu úr skoðanakönnum.
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 13:02
Að auki tel ég ljóst að embættisveitingin til Ólafs Barkar var í meira lagi umdeilanleg" átti þetta að vera. En þú telur kannski að sú ákvörðun hafi verið tekin á málefnalegum forsendum og sé þess vegna hafin yfir gagnrýni?
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 13:05
Pétur, hér að ofan stendur: "...af öllum þessum embættisveitingum þá hefur skipan Ólafs Barkar ein ollið úlfaþyt" Hin dæmin sem þú nefnir eru ekki embættisvetingar enn, hvað svo sem verður. Allt sem þú nefnir og jóhannes rúnar reyndar líka eru bara getgátur. Ekkert annað þar til skipunin verður ljós.
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 15:14
Svo var það Geir Haarde sem skipaði Jón Steinar við mikinn úlfaþyt, ekki hægt að kenna Birni um það.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:00
Bíðum við! Er einhver dulin meining í nafnorðinu - auðmaður? Einhvern veginn tekst mér að tengja þetta orð við háð eða niðurlægingu.
Sennilega misskilningur.
Árni Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 17:35
Enn er Gróa á leiti að eltast við Björn Bjarnason, alveg ótrúlegt hvað margir ritfærir menn eru tilbúnir að ganga erinda fyrir Gróu, án þess að hafa nokkuð fyrir sér annað en eigið innræti sem sennilega er ekki upp á marga fiska, laun heimsins eru vanþakklæti, sendur einhverstaðar og reynast orð að sönnu, alltof oft, X-D strákar áfram Björn.
Magnús Jónsson, 11.5.2007 kl. 18:24
Málsvörnin er ágæt almennt séð en hins vegar dugar ekki að segja „hver tilbúinn nú til að segja að hann eigi ekki heima í Hæstarétti?“ Þeir sem gagnrýndu þá tilteknu embættisveitingu (mér þótti það vera eðlileg gagnrýni fremur en „úlfaþytur“) sögðu ekki að Ólafur Börkur væri ekki hæfur heldur að aðrir væru hæfari.
Og burtséð frá því hvað er rétt í því tiltekna málinu þá er það ónýt málsvörn ef margir hæfir umsækjendur sækja um, og sá sem er ráðinn er sagður næsthæfastur eða þriðji eða hvað sem er, að svara „hver segir að hann sé ekki hæfur?“ eða „hefur hann ekki staðið sig ágætlega“ – því að málið snýst þá ekki um að verið sé að ráða ómögulegan mann heldur verið að brjóta á rétti annarra sem hugsanlega eru hæfari.
Það sem hefur almennt verið vandamál með þessar tilteknu hæstaréttardómararáðningar og raunar fleiri mannaráðningar hjá ríkinu er að forsendur til að meta hæfi liggja ekki nógu vel fyrirfram. Þannig gat í sjálfu sér verið eðlilegt hjá Geir Haarde að telja lögmannsreynslu mikilvægasta þegar hann réð Jón Steinar en það dugar ekki að tilkynna það viðmið eftir á, því að þá er engu líkara en það sé búið til út frá umsækjendum. Ef það hefði legið fyrir frá upphafi hefði málið legið allt öðruvísi við og þá hefðu aðrir öflugir lögmenn vitað af því líka.
Og nú er ég ekkert að segja að Jón Steinar hafi ekki verið hæfastur, kannski var hann það. En það er eðlilegra að tilkynna viðmið um hæfi (eins og t.d. reynslu af lögmannsstörfum) fyrirfram, ekki eftirá. Allt annað vekur upp grun um klíkuskap og óeðlileg vinnubrögð.
Þó er ég ekki að segja að þessi mál séu neitt sérstök, þetta á t.d. víða við um styrkveitingar til vísindamanna og fleira í þeim kimum mannfélagsins sem fjölmiðlar hafa engan áhuga á.
ÁJ (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:33
Pétur Gunnarsson slær Gróu á Leiti orðið út. Ekki er annað að sjá en að kjaftasögur og getgátur séu hans ær og kýr og skotheldar heimildir í ofanálag.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 20:51
Pétur Gunnarson framsóknar gúrúinn sér ekki neitt athugavert hjá sínu fólki frábært,,,mér fannst það ömurlegt að hann skuli afa verið valinn til að hann eð avinna við vef Reykjavíkurhafna, ekki veit ég til þess að það hafi verið eðlileg samkeppni um það job. Hann vill kanski segja okkur hvað hann þáði í laun.........
Hann sér ekkert athugavert við ráðningu Páls Magnússonar hjá Landsvirkjun þrátt fyrir að bróðir hans starfi hjá Glitnin við að finna tækifæ´ri í orkumálum
Það er ekki að ástæðulausu að þeir sem heyra undir Dómsmála ráðuneytið eru allir ánægði með björn....allur skalinn Löggur gæslan allir
ehud (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:42
þegar Björn var menntamálaráðherra man ég ekki eftir öðru en faglega hafi verið farið að öllum ráðningum. Björn var afar góður menntamálaráðherra og breytti starfsháttum í menntamálaráðuneytinu mjög til hins betra.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 18:33
Hef afar lítið álit á Birni fyrir og kemur alls ekki á óvart að hann skuli hafa fallið á bólakaf í spillingarpyttinn, síður en svo. þar að auki hefur hann verið að læðupokast á leynifundum með þeim í meira lagi vafasama félagsskap Council on Foreign Relations sem situr á svikráðum við almenning í heiminum.
Georg P Sveinbjörnsson, 14.5.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.