Miðvikudagur, 9. maí 2007
Nýju þingmennirnir? II
Áfram halda talnaleikar. Ég ákvað að brjóta nokkrar aðferðafræðilegar reglur til að ná út sveiflum og fá reyna að fá líklegri mynd. Það sem ég gerði var að taka 3 nýjustu kannair í hverju kjördæmi fyrir sig og tók meðaltal af þeim til að reyna að fá meðalstuðning flokks í hverju kjördæmi. Síðan tók ég 3 nýjustu landskannanirnar og dreifði prósentunum á kjördæmin eins og meðal stuðningur þeirra í hverju kjördæmi sagði. Þannig að 40% Sjálfstæðisflokks skiptist þannig að 10% þeirra fór í NV 28% í SV 21% í RS osfrv. Með því að taka 3 nýjustu landskannanirnar þá minnka sveiflur en um leið þá dregur úr áhrifum sóknar og taps. Á morgun ætla ég svo að taka 3 nýjustu kannanirnar og svo koll af kolli þannig að ef einhver flokkur er í sókn þá kemur það í ljós. Þessi aðferð stenst auðvitað ekki nána aðferðafræðilega skoðun en hún hjálpar mér við að finna líklega þingmenn.
Þegar ég tók meðaltal 3 nýjustu kannana í NV kjördæmi kom í ljós að Frjálslyndir voru með að meðaltali 9,25% stuðning, það dugði ekki til að koma Guðjóni Arnari inn sem kjördæmakjörnum, yfir 10% er eiginlega lágmark í NV kjördæmi. Frjálslyndir eru því útaf þingi!
Kannanirnar á landsvísu eru : Fréttablaðið 6. maí, Capacent 7.maí, Capacent 8.maí. Capacent könnun dagsins í dag kemur inn á morgun og þá dettur Fréttablaðskönnunin út.
Þingmannalisti dagsins lítur svona út:
(Jöfnunarmenn eru skáletraðir og með j við nafnið)
Siv Friðleifsdóttir | j |
Guðni Ágústsson | |
Valgerður Sverrisdóttir | |
Birkir Jón Jónsson | |
Höskuldur Þór Þórhallsson | j |
Magnús Stefánsson | |
Geir H. Haarde | |
Björn Bjarnason | |
Illugi Gunnarsson | |
Ásta Möller | |
Birgir Ármannsson | |
Guðlaugur Þór Þórðarson | |
Guðfinna S. Bjarnadóttir | |
Pétur H. Blöndal | |
Sigurður Kári Kristjánsson | |
Sigríður Ásthildur Andersen | j |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir | |
Bjarni Benediktsson | |
Ármann Kr. Ólafsson | |
Jón Gunnarsson | |
Ragnheiður Elín Árnadóttir | |
Ragnheiður Ríkharðsdóttir | |
Árni M. Mathiesen | |
Árni Johnsen | |
Kjartan Þ. Ólafsson, | |
Björk Guðjónsdóttir | |
Unnur Brá Konráðsdóttir | |
Kristján Þór Júlíusson | |
Arnbjörg Sveinsdóttir | |
Ólöf Nordal | |
Sturla Böðvarsson | |
Einar Kristinn Guðfinnsson | |
Einar Oddur Kristjánsson | |
Herdís Þórðardóttir | |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir | |
Ágúst Ólafur Ágústsson | |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir | j |
Mörður Árnason | j |
Össur Skarphéðinsson | |
Jóhanna Sigurðardóttir | |
Helgi Hjörvar | |
Steinunn Valdís Óskarsdóttir | j |
Gunnar Svavarsson | |
Katrín Júlíusdóttir | |
Þórunn Sveinbjarnardóttir | |
Björgvin G. Sigurðsson | |
Lúðvík Bergvinsson | |
Róbert Marshall | j |
Kristján L. Möller | |
Einar Már Sigurðarson | |
Guðbjartur Hannesson | |
Karl V. Matthíasson | |
Kolbrún Halldórsdóttir | |
Álfheiður Ingadóttir | |
Katrín Jakobsdóttir | |
Árni Þór Sigurðsson | |
Ögmundur Jónasson | |
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir | j |
Atli Gíslason | |
Steingrímur J. Sigfússon | |
Þuríður Backman | |
Jón Bjarnason | |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir | j |
Samsetningin væri svona:
B | D | S | V |
6 | 28 | 18 | 11 |
Einhverjir voru að biðja mig um að setja excel skjalið á netið en það er ekki fyrir neinn að skilja hvernig það er uppbyggt, það tók mig klukkutíma bara að komast inn í það aftur og skilja hvað ég var að fara þegar ég bjó það til. Ég notaði það til að byggja útskýringatöflur sem eru á www.kosning2003.is og www.kosning.is til að skýra úthlutun kjördæmasæta og jöfnunarsæta. Ég þyrfti að láta langa ritgerð með til útskýringa, ég held ég sleppi því. Þetta eru líka bara talnaleikir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er fínt hjá þér, ég hef verið að dunda mér við það sama en vandinn er hvaða kannanir á að hafa með í svona. Hef reynt að taka það með sem er á Capacent.is auk þeirra nýjustu.
Annars finnst mér ekki svo erfitt að komast inn í þessar úthlutunarreglur, þetta er vel útskýrt á kosning.is og tiltölulega auðvelt að setja excel skjal upp. Svolítil handavinna auðvitað. En ég hef gaman af þessum töluleikjum í kringum þetta.
Ragnar Bjarnason, 10.5.2007 kl. 09:03
Nei úthlutunarreglurnar eru ekki flóknar, vonandi vel útskýrðar á kosningavefnum ;)
Skjalið mitt er bara uppfullt af formúlum sem vinna framog tilbaka til að minnka handavinnu. Ég veit núna hvað þetta er en ég ætla ekki neinum að skilja það sem ég var að föndra.
Friðjón R. Friðjónsson, 10.5.2007 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.