Þriðjudagur, 8. maí 2007
Nýju þingmennirnir?
Fyrir 4 árum þegar ég var að vinna í dómsmálaráðuneytinu við kosningarnar þá útbjó ég Excel skjal sem hjálpaði mér við að útskýra úthlutun þingsæta. Ég var að leika mér að því að henda inn í það upplsýingum úr skoðanakönnunum Capacent til að sjá hverjir verða líklegir þingmenn okkar. Ég ætla ekki að fara út í útreikningana en útskýringar má finna hér á úthlutun kjördæmasæta og jöfnunarsæta.
Ég notaði alltaf nýjustu könnun sem völ var á. Jöfnunarmenn eru skásettir og talan við nafnið gefur til kynna hvar í röðinni jöfnunarsætið er.
Jón Sigurðsson 4 |
Guðni Ágústsson |
Bjarni Harðarson |
Valgerður Sverrisdóttir |
Birkir Jón Jónsson |
Magnús Stefánsson |
Geir H. Haarde |
Björn Bjarnason |
Illugi Gunnarsson |
Ásta Möller |
Birgir Ármannsson |
Dögg Pálsdóttir 7 |
Guðlaugur Þór Þórðarson |
Guðfinna S. Bjarnadóttir |
Pétur H. Blöndal |
Sigurður Kári Kristjánsson |
Sigríður Ásthildur Andersen 8 |
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir |
Bjarni Benediktsson |
Ármann Kr. Ólafsson |
Jón Gunnarsson |
Ragnheiður Elín Árnadóttir |
Árni M. Mathiesen |
Árni Johnsen |
Kjartan Þ. Ólafsson, |
Björk Guðjónsdóttir |
Kristján Þór Júlíusson |
Arnbjörg Sveinsdóttir |
Ólöf Nordal |
Sturla Böðvarsson |
Einar Kristinn Guðfinnsson |
Einar Oddur Kristjánsson |
Herdís Þórðardóttir 5 |
Grétar Mar Jónsson 1 |
Sigurjón Þórðarson 2 |
Guðjón Arnar Kristjánsson |
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir |
Ágúst Ólafur Ágústsson |
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 3 |
Össur Skarphéðinsson |
Jóhanna Sigurðardóttir |
Helgi Hjörvar |
Gunnar Svavarsson |
Katrín Júlíusdóttir |
Þórunn Sveinbjarnardóttir |
Árni Páll Árnason 6 |
Guðmundur Steingrímsson 9 |
Björgvin G. Sigurðsson |
Lúðvík Bergvinsson |
Kristján L. Möller |
Einar Már Sigurðarson |
Guðbjartur Hannesson |
Kolbrún Halldórsdóttir |
Álfheiður Ingadóttir |
Katrín Jakobsdóttir |
Árni Þór Sigurðsson |
Ögmundur Jónasson |
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir |
Atli Gíslason |
Steingrímur J. Sigfússon |
Þuríður Backman |
Jón Bjarnason |
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir |
Gummi Steingríms færi hér inn með 5,7% atkvæða á bak við sig en eins og með Árna Magg fyrir 4 árum þá lendir síðasta sætið á þingsæti þar sem ekki er mikið að baki. Það skýrist af þvi að jöfnunarsætunum er úthlutað í röð. fyrsta sætið eiga Frjálslyndir og það fer þangað sem þeir eiga mest ónýtt, í þessu tilviki átti Sjálfstæðisflokkur meira ónýtt í Suðurkjördæmi en það var ekki komið að honum og Frjálslyndir taka eina jöfnunarsætið sem er í kjördæminu. Guðjón Arnar rétt slefar inn, annars myndu sætin líklega skiptast á B, D og S.
Heildafjöldi þingsæta:
B | D | F | S | V |
6 | 27 | 3 | 16 | 11 |
Þessar tölur að ofan finnst mér einhvernveginn líklegar til vandræða og stjórnarkreppu. En þetta er auðvitað fáránlega mikill nördaháttur að búa svona til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú ert reyndar sá nörd sem ég held mest upp á. Er hægt að stóla á að fá svona niðurbrot daglega? Ég treysti a.m.k á það!
Strúlla (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 11:40
Gott framtak. Endilega endurnýja daglega, eða oftar.... er nokkuð við að vera þarna fyrir vestan? Kkv/ÖÚS
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 12:38
.....mér finnst að þessi mynd eigi að vera sýnileg hjá þér þú þarna kyndilberi frjálsræðis og heilbr. samkeppni....enda stórkostleg samkeppni sem þarna fór fram við stóru stöðvarnar á sínum tíma með þig í fararbroddi !
http://blogg.visir.is/retto1987/files/2007/03/retto7.jpg
Mr.Réttó (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.