10 dagar!

Hún er heppin, hún Lúsía alveg hreint stálheppin. Það gekk allt upp og enginn kom þar nálægt.

Þegar konan mín sótti um ríkisborgararétt þá var það á sama tíma og Dorrit sótti um. Það var amk í einhverju slúðurblaði að hún hefði sótt um, umsókn hennar og konunnar minnar fór svo í gegn á ca. sama tíma. Mig minnir að þetta allt hafi tekið u.þ.b. 4 mánuði, enda báðar konur með sitt á hreinu og fengur að þeim. Önnur hefur að vísu ótvírætt betri smekk á karlmönnum, en það verður víst að vera þannig að hverjum þykir sinn grís fagur.

Þótt umsóknir Dorritar og konunnar minnar hafi tekið þetta langan tíma er það líka mögulegt að umsókn Lúsíu hafi líka tekið svona skamman tíma. Ef öll gögn liggja fyrir og dómsmálaráðuneytið þarf í raun ekki að vinna í umsókninni vegna þess að það er augljóst að hún uppfyllir ekki lagaskilyrði, þá er umsóknin send áfram. Það þarf ekki að gera meira en að koma henni í póst. Útlendingastofnun vottar um dvöl viðkomandi og lögreglan um hvort viðkomandi eigi mál sem ólokið er í réttarvörslukerfinu, eins og segir í lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Dómsmálaráðuneytið leitar sjálft eftir upplýsingum úr sakaskrá hafi umsækjandinn gefið leyfi til þess, eins og kemur fram á eyðublaðinu. Allt saman upplýsingar sem til eru í tölvukerfum og auðvelt að afgreiða liggi málið fyrir. Málið lá líka alveg fyrir, Lúsía uppfyllti ekki skilyrðin.

Það sem mér finnst aðfinnsluvert í ferlinu er það að allsherjarnefnd virðist ekki gera neitt nema skoða umsóknina og svo útfrá tilfinningu veita ríkisfang eða ekki. Íslenskt ríkisfang er mikilvægt og eftirsótt gæði, hvers vegna skoðar nefndin málin ekki betur en svo að hún afgreiðir þau á tveim dögum? Hversvegna vissi nefndin ekki að hjá hvaða fólki hún bjó? Ef stúlkan ætti lögheimili hjá Franklín Steiner eða einhverjum þess háttar, vildum við ekki að nefndin kynnti sér það? Þessi leið á að vera algjört undantekningatilvik, ekki plan b.

En eftir að hafa horft á Ísland í dag þá efast enginn um að það er fengur að Lúsíu Celeste, hún á kannski ekki skilið að fá þessa tengdamömmu en þeirri högun ráðum við líka fæst.

Ég legg engan trúnað á orð umsjónarmann leikskrár Vals en svo virðist sem þau skötuhjú, hann og tengdamamman ætli að standa þennan storm. Við getum þó huggað okkur við það að líklega hverfa þau af þingi en Lúsía verður áfram íslensk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta grín...?! Steingrímur "varðhundur" Framsóknar er að taka þetta viðtal. Hann hefur verið einn helsti "spin-doctor" Framsóknar....algjört joke. 

Ég gæti ekki verið meira sammála þér varðandi athugasemd þína um heimilsfang. Auðvitað skipti það máli....auðvita vissi Guðjón hvar Jónína á heima...hann hefur örugglega farið þangað í "jólahlaðborð" einhvern tímann eða skutlað pappírum til hennar þegar hann var að vinna sem sendill hjá Framsókn. Þetta mál er svo hlægilegt allt saman. 

Þórdís Árnadottir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:59

2 Smámynd: halkatla

passaðu þig nú, ég hef bara eitt að segja og það er; sammála!

og íslensku útlendingalögin eru skelfileg. Það er siðblint að þetta pakk á þingi hafi samþykkt þau einsog ekkert sé á meðan þjóðin mótmælti, en svo snúa þau sér við í næstu andrá og fara framhjá lögunum eða telja sig og sína yfir þau hafin. Það er virkileg skömm að því og engin ástæða til þess að hætta að tala um það. 

halkatla, 4.5.2007 kl. 12:55

3 Smámynd: Þarfagreinir

Nákvæmlega!

Út frá tilfinningu, á tveimur dögum.

Og enn er til fólk sem sér ekkert að þessu kerfi ... 

Þarfagreinir, 4.5.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband