Mánudagur, 26. júní 2006
wokbarinn winnur
prófuðum Wok-bar Nings í Hagkaupum í Kringlunni dag, algjör winner. Ferskt og gott hráefni sem gerir góðan mat. Nings á það til að vera ekki með ferskasta grænmetið, við höfum tvisvar hætt í miðjum klíðum þar vegna ellimerkja á paprikum, það var ekkert þannig á Wok barnum. Ljómandi gott allt saman.
Alveg til fyrirmyndar að gúffa í sig asískt á meðan maður horfir á leik á HM á netinu.
Það eru tvær þjónustur www.viidoo.com og www.sopcast.com á báðum þarf að ná í spilara og svo hafa vit á hvaða stöðvar maður velur. ESPN á þeirri fyrrnefndu og ESPN og MK sports á þeirri síðari. ég var bara að skoða sopcast í dag en það virkar mjög vel, jafnvel aðeins betur en fyrrnefnda, bara tvisvar eða þrisvar í öllum leiknum kom "lagg" sem er álika og digital Ísland skilar. Myndin er auðvitað ekki alveg jafn flott í "full screen" en þetta vs. 15 þús blóðkrónur til Draslbrúnar það er ekki spurning hvað maður velur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.