Verslun í Ameríku

Store aisleMatvöruverslanir hér í Ameríku er stórkostlegar, úrvalið er svo miklu, miklu meira en heima að það er hreint ótrúlegt. Sem dæmi má nefna að ég gat valið úr 10-15 mismunandi tegundum af eplasafa þegar ég var að versla fyrir eldri dótturina, það var venjulegur eplasafi, ófilteraður, lífrænn os.frv. og svo nokkrir mismunandi framleiðendur. Það skiptir ekki hvar mann ber niður úrvalið er alltaf meira, hvort sem eru bleiur, kalkúnn, tegundir grænmetis eða hvaðeina, meira að segja sjávarfangsborðið hefur meira úrval en flestar fiskbúðir heima.


Það er ekki eins og við séum stödd í milljóna borg við erum enn hjá teingdó á Hilton Head eyju syðst í Suður Karólínu. Hér á eyjunni eru líklega 50 þúsund manns á hverjum tíma, 35 þúsund íbúar og 15-20 þúsund gestir. Samt eru hér bara á eyjunni 10 matvöruverslanir hver um sig stærri en Hagkaup í kringunni flestar á stærð við búðina í Smáralind. Eyjan er 100 ferkílómetrar, uppi á landi er mikið verslanaflæmi, ætli að þar séu ekki 5-7 markaðir til viðbótar og allar aðrar verslanir s.s. föt, húsgögn o.þ.h.

Um leið og maður labbar inn í eina af þessum verslunum þá áttar maður sig á því hvað það er mikil fákeppni og í raun einokun á Íslandi. Ég er á eyju sem er lítið eitt stærri en Kópavogur og hér eru 10 stórar matvöruverslanir fleiri en á öllu höfuðborgarsvæðinu og hver og ein er með meira úrval en stærsta verslunin og lægra verð en sú ódýrasta. 

Það er verið að grínast með okkur, fyrir tæpum 300 árum buðu Hörmangarar upp á maðkétið mjöl og okruðu á því.  Núna bjóða Baugur og Kaupás upp á ekki upp á skemmda vöru en okrið er enn til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Það þurfa fáir að vera svangir hérna í Ameríkunni, þar sem fátæka fólkið hefur þó yfirleitt efni á einum McDonalds eða kleinuhring í Wal-Mart.

Samkeppnin á matvælamarkaði er hins vegar mismikil eftir svæðum.  Víða á smærri krummaskuðum er Wal-Mart eina verslunin í bænum...og eini samkomustaðurinn líka fyrir utan kirkjurnar.

En vöruúrvalið er gott!

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 21:16

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Eitt það skemmtilegast sem ég geri í Bandaríkjunum er að versla í matinn.  Maðurinn bjó í New York á Manhattan í nokkur ár, og skildi ekki hvað ég var að tala um enda lítið pláss þar fyrir risamatvöruverslanir.  En svo tókst mér að draga hann út fyrir Manhattan eyju og hann hreinlega frelsaðist!

Bjó í ár í North-Carolina.  Yndislegt fólk og ofsalega fallegt þarna, sérstaklega á vorin! 

Eygló Þóra Harðardóttir, 25.3.2007 kl. 23:45

3 identicon

Athyglisvert að þarna á þessari eyju eru víst leifar af menningu Afrískra Bandaríkjamanna sem hafa varðveitt merkilega mikið af afrískri menningu sinni og hafa þeir sitt eigið blendingsmál með miklum afrískum áhrifum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Gullah

Mjög athyglisvert, einn blökkumannanna í hæstarétti USA virðist koma úr þessum menningarheimi sem er takmarkaður við þetta svæði.

Annars ætti þér nú að líka vel við ríkisstjóra Suður Karólínu, virðist einn helsti (því miður allt of fáir slíkir) talsmaður takmarkaðs ríkisvalds í pólítík í þessu landi. Eins og þú veist þá er talað um kjördæmapot og gæluverkefni sem "pork" og til þess að vekja athygli á slíku meðal þingsins í fylkinu kom hann eitt sinn á þingfund með lifandi grísi, töff gaur:

http://en.wikipedia.org/wiki/Mark_Sanford

Verst hann virðist á leið úr pólítík, gaman hefði verið að sjá hann bjóða sig fram til forseta í framtíðinni.

Aðdáandi lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugrökku (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 01:51

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Ég fíla Sanford og spáði því í haust að hann gæti mögulega orðið varaforsetaefni McCain, síðan þá hefur marg vatn runnið til sjávar. 

Það er fyndið að minnst sé á Gullah menninguna þar sem ég var að hugsa um hana bara í dag. Ég hef verið pínu heillaður af þessari menningu og það var hin merkilega mynd The Patriot með Mel Gibson sem kveikti áhugann. Svona geta Hollywood myndir orðið kvekja að lærdómi. :) 

Friðjón R. Friðjónsson, 26.3.2007 kl. 04:10

5 identicon

Ég er sammála þessu með matarverðið erlendis, það er sama hvert maður fer, þetta er hvergi eins og hér. Það væri gaman ef Íslendingar gætu staðið saman og haft innkaup í lágmarki þangað til þetta verður leiðrétt.

Kveðja Ogga

Ogga (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 10:21

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

maðurinn minn er Breti og hann kemur alltaf grátandi heim frá Englandi því þar rifjast upp fyrir honum að verslanir eru ekki alls staðar eins og hér á Íslandi. Í matvöruverslunum erlendis er hann jafn kátur og ég er í skóbúðum.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.3.2007 kl. 10:44

7 identicon

Ég rakst bara á umfjöllun um þessa Gullah menningu þegar ég wikipedíaði þessa eyju sem þú ert á, hafði ekki fattað að þetta er fólkið sem skaut skjólshúsi yfir fjölskyldu Mel´s í The patriot. Man þó að þegar ég sá lifnaðarhætti þess fólks á sínum tíma í myndinni koma það mér mjög á óvart. Virðist mjög áhugavert hvernig henni tókst að lifa af, klárlega angi af þeirri menningu sem þrífst enn á mörgum karabískum eyjum með mikið af íbúum af afrískum uppruna.

Annars finnst mér athyglisverð tengsl McCain og Sanford, ég var einmitt að vonast eftir að Sanford yrði varaforsetaefni í kosningunum. Fannst það ekki ólíklegt ef annað hvort Guilliani eða Romney verða ofan á því þeir þurfa sem norðanmenn að hafa sterkan suðurríkjamann með sér á lista, sérstaklega einhvern með sterka stöðu meðal bandarískra móralista. Ég veit þó ekki nógu vel hvernig staða Sanfords er meðal slíkra og hver afstaða þeirra yrði/sé til hans.

En hann ku hafa gefið út (reyndar á versta tíma þegar hann eftir harða kosningabaráttu beið í röð eftir að kjósa og eflaust dauðþreyttur á öllu þessu stjórnmálavafstri) að hann sé búinn að taka þátt í sinni síðustu kosningabaráttu. Svo það er ekki víst að hann vilji bjóða sig fram til (vara) forseta. Einnig grunar minn að hann hafi lofað að vera fylkisstjóri út kjörtímabilið. 

Við þekkjum of vel til hvernig fer fyrir stjórnmálamönnum hér heima sem láta mettnaðinn hlaupa með sig í þær gönur að ganga bak við slík orð sín.

Þannig að einn skásti bandaríski pólítíkusinn virðist vera á leið út úr pólítík, það er synd.

Aðdáandi lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugrökku (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 13:29

8 identicon

Mark Sanford er að sönnu nokkuð sérstakur stjórnmálamaður, hann sagði t.a.m. áður en hann settist á þing, að hann myndi aðeins sitja í takmarkaðan tíma, fyrirfram tilgreindan, annað væri mönnum óhollt. Sanford er dæmigerður íhaldsmaður hér syðra, maður takmarkaðra afskipta hins opinbera, hallur undir klassísku fjölskyldugildin, aðhald í fjármálum og fleira í þeim dúr. Ég man hinsvegar ekki eftir því að hann hafi gefið út að hann sé að hætta í pólitík, hann var endurkjörinn með góðri kosningu í nóvember sl. Þá veit maður ekki hvar hann stendur í afstöðu til þeirra sem hafa boðið sig fram í forkosningum Republikana, vitað er að Lindsay Graham, öldungardeildarþingmaður SC er mikill vinur McCain (og Hillary), en ég hef á tilfinningunni að það séu ekki mikið fleiri í Suður Karólínu á þeim buxunum að styðja McCain. Þó aldrei að vita - svo virðist sem íhaldsmenn séu enn að bíða eftir sínum frambjóðanda, sbr. Fred Thompson eða Newt.

En það er rétt, að ef t.a.m. Rudy (með alla sína drauga sem dregnir verða fram af pressunni á næstu mánuðum) verður sigurvegari forkosninganna, þá mun verða stíft pressað á menn eins og Sanford, Huckabee (Arkansas) og slíka, að taka tilnefningu í varaforsetann.

sigm. (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 11:43

9 identicon

Já, þarna virðist á ferðinni óvenjuheilbrigður maður á ferð, svona miðað við pólítíkina (í hvaða landi sem er) almennt. Dæmin um hve vald spillir og menn gleyma hugsjónum sínum eftir langa setu eru alþekkt. Og þessi endalausa árátta stjórnmálamanna að láta undan sérhagsmunum og vera í kjördæmapoti og gæluverkefnum kemur almenningi illa til lengri tíma litið, það þarf bara svo sterka einstaklinga til að standa gegn slíku og þeir eru fáir.

Varðandi fjölskyldugildin þá er það náttúrulega eðlilegt að stjórnmálamenn endurspegli almenn gildi samfélagsins sem þeir eru í, en séu ekki sífellt að standa í einhverri þjóðfélagsverkfræði. Einnig er ljóst að a.m.k. hófleg fjölskyldugildi gefa af sér sterkar fjölskyldur sem gefa af sér heilbrigða einstaklinga, sem aftur gefa af sér fleiri styrkar fjölskyldur o.sv.frv. og slíkt gerir samfélagið heilbrigðara, minna um félagsleg vandamál og svoleiðis nokkuð.

Ætli Mark sé ekki að "bidding his time" og stefni á forsetaframboð þá í framtíðinni, eða eitthvað annað álíka. Þó kitlar það eflaust að verða varaforseti, því slíkt má eiginlega kalla auðveldu leiðina ef þú verður svo heppinn. Fær ókeypis auglýsingu á landsvísu, þarft ekki að standa í dýrri innanflokkskosningabaráttu (af því gefnu s.s. að ekki sé einhver mótframbjóðandinn valinn) og þess háttar. Mig grunar að leikarinn góðkunni úr m.a. Law & Order þáttunum, Fred Thompson stefni einmitt á þetta, íhaldsmönnum til nokkurra vonbrigða enda dreymir þá um að þessi kvikmyndaleikari verði nýr Ronald Reagan.

Góða við að þeir Guiliani og Thompson yrðu samframbjóðendur er að þeir eru báðir talsmenn hóflegra ríkisútgjalda. Og Guiliani hefur "executive" reynslu sem er vesturlöndum nauðsynleg núna þegar hann þarf að beita "zero tolerance" stefnu sinni gagnvart hryðjuverkum, þar með talið í Írak.

Aðdáandi lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugrökku (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband