Heimilslaus ei meir.

oaktonAð öllum líkindum eru húsnæðismál leyst með litlu raðhúsi í Oakton í Virginíu. Daginn eftir að ég póstaði síðasta blog þá fengum við póst frá eiganda þess húss sem við skoðum í síðustu viku en fannst of dýrt, hún var til í að lækka sig. Unnusta hennar hafði litist svo vel á okkur, líklega því ég hafði mig mjög lítið frammi og eftirlét eiginkonunni samskiptin við hann, að þau voru tilbúin til að lækka leiguna. Snilld, ég á líklega að láta mér þetta að kenningu verða og láta hana sjá um öll mannleg samkipti fyrir okkar hönd. 

Oakton er betra hverfi en Springfield, meðaltekjur hærri og það er meira kósi. Við síðsta blog þá kom inn athugasemd þar sem birt var úr Wikipedia að Springfield væri eitt síðasta virki Repúblikana í norður Virginíu og þegar ég fór bera saman meðaltekjur Oakton og Springfiled þá eru þær mun lægri í Springfield. Það nefnilega þannig að ríka liðið sem býr í úthverfum DC er nánast allt saman demókratar. 

Það er  bullandi mýta að ríkir styðji repúblikana og fátækir demókrata. Mesti og besti stuðningur við demókrata kemur frá ofurríka liðinu. Þrír menn borguðu t.d. yfir 100 milljónir dollara í kosningabaráttu gegn Bush við síðiustu kosningar, ekki fyrir Kerry því það má ekki samkvæmt lögum um fjárframlög til stjórnmálaflokkar. Það eru hinsvegar engin takmörk fyrir því hvað má eyða til að auglýsa gegn einhverjum, takmörkin eru bara á því hvaða má eyða til að hvetja einhver til að kjósa einhvern.  Rétt eins og á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Til haminju með húsið.

Sigfús Sigurþórsson., 24.3.2007 kl. 03:14

2 identicon

Nú bíður maður bara eftir heimboðinu.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Snorri Bergz

Til hamingju. EN datt þér aldrei í hug að búa í hinni dásamlegu smáborg Alexandríu, Virginíu. "Niggerville" sagði að vísu einn Íslendingurinn í DC, en ég sá nú aðallega asíubúa og latneska í mínu hverfi þar. En þetta var og er skoskur bær. Þarna myndi ég flytja, væri ég að flytja aftur til DC...sem reyndar er nánast útilokað að verði

Snorri Bergz, 24.3.2007 kl. 15:45

4 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Við leituðum mikið í Alexandríu en fundum ekki góða íbúð á góðu verði á góðum stað. Það eru takmörk fyrir því hvað maður treystir sér í varðandi húsnæði, sérstaklega þar sem við eigum eftir að finna barnagæslu, fyrir tvö börn mun það hlaupa á 100 til 150 þús á mánuði. Heilar mánaðartekjur einnar fyrirvinnu duga líklega ekki í húsnæði og barnagæslu.

Friðjón R. Friðjónsson, 25.3.2007 kl. 00:04

5 identicon

Déskoti huggulegt slot .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband