Heimilislaus í Ameríku

johns.flagEftir á að hyggja þá er það auðvitað rugl að fara til Bandaríkjanna án atvinnu og húsnæðis með tvö börn.  Ég held að ég hafi náð að smita konuna mína af þessari geðveikislegu íslensku bjartsýni, þetta reddast bjartsýnin sem hrjáir Íslendinga og bjargar þeim. Allavega við erum komin og leitum okkur að íbúð, mér sýnist að við endum í bæ sem ber nafn ameríska meðalbæjarins, Springfield.

Matt Groening skapari Simpson fjölskyldunar valdi nafnið Springfield á bæ fjölskyldunnar því bæjarnafnið er til í flest öllum ríkjum Bandaríkjanna og yfirleitt alltaf sem lítill bær, því er Springfield dænmigerðasta bæjarnafnið. Til viðbótar þá er Springfield höfuðborg Illinois sem er symbólísk miðja Bandaríkjanna. Því leggst Spingfield vel í mig, ef við endum annarsstaðat þá er það líka allt í lagi aðalmálið er að við finnum íbúð á góðu verði í þokkalegu hverfi.

Tvennt bjargar okkur í heimilsleysinu, vinir og teingdó. Við erum nú í góðu yfirlæti hjá teingdó að sleikja sárin eftir fyrstu umferð íbúðarleitar, það var fínt að koma niður til Suður-Karólínu þótt það hafið tekið 9 tíma skreppitúr niðureftir austurströndinni. Á meðan maður les um storm á Íslandi hrjáir okkur skortur á sumarklæðum, það hefur ekki farið mikið fyrir léttum sumarkjólum í fataskáp dætranna eða stuttbuxum í mínum. Þetta er fínt núna en í sumar þegar hitinn fer í tæpar 40 gráður og rakastigið nálgast 90% þá stirðnar brosið og ég fer að þrá íslenskt rigningarsumar.

Það er svo margt sem gengur á bæði hér og heima, Sjálfstæðisflokkurinn, sameiningarflokkur alþýðu virðist hafa tekið við stjórn borgarinnar amk í menntamálum. Næst koma líklega tillögur um skólaskyldu við 12 mánaða aldur í sérstökum vöggustofum borgarinnar.

Það verður ekki stórt stökk að starfa með villta vinstrinu eftir kosningarnar í vor.

Það er löngu kominn tími til að sumir stjórnmálamenn spyrji sig til hvers þeir eru í pólitík. Reyndar er löngu komin tími til að sumir stjórnmálaflokkar spyrji sig hvert erindi þeirra er. Svo skal böl bæta er ekki réttmæt svar.

 

PS.

Svarar þetta ekki sér sjálft? 

svar_rvk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Ja, ekki hefði ég treyst mér að fara til Bandaríkjanna án atvinnu alla vegana.  Húsnæðið er kannski minna mál.  Var úti í Miami í eitt og hálft ár (ný kominn heim) og kynntist fólki sem var í þessu ferli, þ.e. að fá atvinnuleyfi.  Skemmst er frá því að segja að bandarísk stjórnsýsla er ákaflega sovésk eitthvað og ekki mikil þjónustulund þar á ferð.  Hafði aðra hugmynd um þau mál eftir að hafa heyrt SUSara dásama þetta ríki í bak og fyrir.  Annað er að útgáfa atvinnuleyfa hefur sjaldan verið strangari í sög Bandaríkjanna vegna 9. september.

En vonandi gengur ykkur fjölskyldunni vel að fóta ykkur þarna.  Óska ykkur velfarnaðar í atvinnu- og húsnæðileit...

Sigfús Þ. Sigmundsson, 21.3.2007 kl. 09:48

2 identicon

Hehe,

 Þú ert nú heldur ekkert hasarflottur í stuttbuxum

Pétur Maack (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:03

3 identicon

Sæll Friðjón og velkomin til Bandaríkjanna,

Nú þegar þú ert á Moggablogginu þá er auðvelt og gaman að fylgjast með þér og fjölskyldunni. Vonandi gengur ykkur vel að finna húsnæði og vinnu, sannarlega spennandi tímar framundan hjá ykkur.

kær kveðja frá Boston,

Guðrún Inga

Guðrún Inga Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:05

4 identicon

Sæll Friðjón, alltaf gaman að lesa bloggið þitt, vona að ykkur gangi vel í Landi hinna frjálsu og hugrökku og endilega láttu okkur dygga lesendur þína vita af genginu. Á ekki að fara svo fljótt að blanda sér í pólítíkina þarna? Guiliani verður býst ég við kandídat hægrimanna og grunar mig að þér ætti að fella hans pólítík ágætlega, hann er nokkuð mikill frjálshyggjumaður. Svo er náttúrulega lókal pólítíkin líka.

Annars, þó ég skilji ef þú vilt ekki gefa of mikið upp, en er þetta bærinn sem þú ætlar að flytja í eða er ég að misskilja ríkið sem þú ert að flytja í?

http://en.wikipedia.org/wiki/Springfield%2C_South_Carolina

Einhvern veginn var ég viss um að þú værir að fara til Calíforníu... 

Aðdáandi Lands hinna frjálsu og hugrökku (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 20:35

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Við verðum í DC þannig að ég var að tala um Springfield Va.

Ég vil geta verið nálægt þegar Rudy sver eiðinn. 

Friðjón R. Friðjónsson, 21.3.2007 kl. 20:49

6 identicon

Ég óska þér bara góðs gengis í litlu nýlendunni okkar vestanhafs. Finnur þú annars nokkuð fyrir þessari húsnæðisólgu sem The Economist fjallar um vikulega?

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 22:34

7 identicon

Já, vonum að þú getir verið þar viðstaddur.

Annars er þetta þá bærinn:

http://en.wikipedia.org/wiki/Springfield%2C_VA

Ég verð að viðurkenna að manni finnst þessi eilífa flokkun bandaríkjamanna eftir "kynþáttum" óþolandi, en ég velti fyrir mér þegar ég skoða þennan bæ, er eitthvað um ættingja konunnar þinnar sem þarna búa? 

Annars eru þetta áhugaverðar upplýsingar líka:

Springfield remains a conservative stronghold in increasingly left-leaning Northern Virginia. This may be due in part to the prevalence of military families living near Fort Belvoir and The Pentagon and the highly commercial nature of the area.

En svo er eitt þarna í bænum sem ekki virðist mjög sjarmerandi, miðbærinn:

http://www.springfieldinterchange.com/images/homepage-aerial2.jpg

Gangi þér og fjölskyldu þinni annars sem allra best þarna úti.

Aðdáandi lands hinna frjálsu og heimkynna hinna hugrökku (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:50

8 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Gangi ykkur sem allra best, bæði í íbúðar og atvinnuleitinni.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband