Heyrst hefur...

nöldurhorn Blaðsins hefur átt nokkra "góða" spretti undanfarið. Fyrr í vikunni var því haldið fram að Skallagrímur þyrti að reka Sóley Tómasdóttur úr VG vegna frammistöðu hennar í Silfrinu sl.sunnudag eða gefast upp á feminisimanum.

í morgun trúir dálkurinn því að það veki eftirtekt að ekki er boðið upp á neitt asískt tungumál á vefsvæðinu www.island.is því hér á landi munu búa um 1300 manns frá Taílandi og Filippseyjum.   Af hverju það eigi að vekja eftirtekt að er ekki auðskilið því eins og allir vita þá enska er annað opinberra tungumála Filppseyja. Þar fyrir utan þá er nett kynþáttahyggja í þessu nöldri Blaðisins. Það spyr af hverju er ekki boðið upp á asískt tungumál fyrir asíubúana og nefnir svo tvö lönd hvers tungumál eru all óskyld. Þetta er eins og einhver myndi segja af hverju er ekki boðið upp á evrópskt mál fyrir evrópubúana, það eru svo margir Íslendingar og Ungverjar á svæðinu!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Haha, góður Friðjón :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.3.2007 kl. 01:59

2 Smámynd: Trausti Salvar Kristjánsson

Mér fannst hann aðeins vera benda á að það væri skrítið að á þessari upplýsingasíðu fyrir íslendinga og útlendinga væri ekki í boði neitt asískt tungumál fyrir allann þann fjölda asíubúa sem hér eru. Þess í stað er Króatíska í boði, sem ennþá færri tala. Hann var ekki með "netta Kynþáttahyggju" að mér fannst. Hann var frekar að benda á kynþátta hyggju vefsins með því að takmarka þjónustu sína við evrópubúa.

Trausti Salvar Kristjánsson, 9.3.2007 kl. 09:47

3 identicon

Portúgalska? Filipseyjar voru spænsk nýlenda og seinna bandarísk. Tæplega töluð portúgalska þar. Almenningur talar Tagalog en enska hefur stöðu opinbers tungumáls og bæði spænska og arabíska teljast vera mál sem mikill fjöldi skilur og talar.

Petur Bjornsson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:54

4 identicon

Ég vil benda á að taílensk þýðing á þeim kafla sem ætlaður er innflytjendum á island.is, er í vinnslu og verður birt innan skamms.

Oddný Halldórsdóttir

Oddný Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband