Til hamingju Ísland!

Þú ert skrefi nær frelsinu.

1. mars er góður dagur. 1989 fengum við bjórinn, 2007 urðu skattar á mat og nokkrar aðrar vörur eðlilegir. Við ættum að gera daginn að frídegi og kalla hann frelsisdaginn. Stjórnmálamenn yrðu skuldbundnir til að færa almenningi nýtt frelsi árlega.

Nú þarf að láta kné fylgja kviði og halda áfram með skattalækkanir, láta vínið fylgja og taka því bara að ríkissjóður verði af tekjum. Einu sinni var hægt að hækka áfengisskatta, fara gegnum 3 umræður í þingi og birta lagabreytinguna  stjórnartíðindum allt á 5 klukkustundum.  Það hlýtur að vera hægt að lækka virðisauka á áfengi á skemmri tíma. Ég mana þig Árni!

Dagurinn í dag er merkilegur því núna erum við skattgreiðendur að fá eitthvað tilbaka. Þessi ríkisstjórn sem nú situr er ein merkilegasta sem setið hefur því hún er sú eina sem lækkað hefur álögur á almenning. Þótt varaformaður Samflykingarinnar segi eitt og annað af viti endrum og eins þá er Samfylkingunni sem flokki ekki treystandi því formaðurinn er bara gamaldags kommi sem finnst samkeppni almennt til ama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnljótur Bjarki Bergsson

Er almennur vilji fyrir því að gera daginn í dag að fánadegi?

Arnljótur Bjarki Bergsson, 1.3.2007 kl. 08:50

2 identicon

já og ekki gleyma að Íbúðalánasjóður var að hækka húsnæðislánin uppí 90%.  Það eru bara góðar fréttir.  Flöggum í dag!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:58

3 identicon

Áfengið lækkar ef þú kaupir léttvín þar sem virðisaukaskatturinn var lækkaður í 7% þar líka en áfengisgjaldið var hækkað til að vega uppá móti lækkunni svo ríkissjóður kemur jafnt út úr þessu. Þar með hækkar sterkt áfengi meðan að léttvín og bjór lækkar :)

Haraldur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 15:09

4 identicon

Skattar hafa nú lítið að gera með frelsi, hvort sem þeir séu 50% eða 7%. Það er alltaf óréttlæti þegar peningar eru þvingaðir af fólki, sama hver upphæðin er eða í hvað peningarnir fara. Svo er það tvöfalt óréttlæti þegar háir skattar eru notaðir til neyslustýringu, eins og gert er með áfengi og fleiri vörur.

Baráttunni líkur þegar allir skattar fara niður í 0%  og einstaklingurinn fær sjálfsögð yfirráð yfir eigin tekjuöflun, ásamt frelsi til þess að velja sjálfur hversu mikið fer í hvað.

Geiri (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 15:36

5 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Haraldur það var hætt við vsk lækkunina á víni m.a. vegna þess að bent var á  bjór og ódýr vín (ca. undir 2000 kr flaskan) myndu hækka en dýru eðalvínin lækka.

Einhverjir áttuðu sig á því að það vær kannski ekki líklegt til vinsælda að hækka verð á bjór 10 vikum fyrir kosningar.

Friðjón R. Friðjónsson, 1.3.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband