Mánudagur, 12. febrúar 2007
Gott silfur
Bjarni harðarson sannaði í dag í silfrinu að það er til skynsamt fólk í Framsóknarflokknum. Það var gaman að fylgjast með honumkljást við Egil og 3 101 sósíalista sem, eins og Bjarni benti á um daginn, líta á landsbyggðina á Íslandi sem einn stóran þjóðgarð.
Best fannst mér staðhæfing Guðrúnar Pétursdóttur um að svo kyrrðina á hálendinu sem væri svo mikil að heyra mætti í bíl hundruði kílómetra í burtu! Svo menn átti sig á dellunni í henni þá ef maður er staddur á Kjalvegi mitt á milli Hofsjökuls og Langjökuls þá eru 114 km í beinni loftlínu til Sauðárkróks! Þannig að þegar Guðrún er á fjöllum þá heyrir hún starfsmenn íbúðalánasjóðs leggja af stað til vinnu. Kannski ætti að skíra hana Heimdall svona fyrst hún heyrir grasið gróa. Þetta sýnir í hnotskurn delluna sem veður uppi í umræðum um umhverfismál.
Bragi bóksali var líka stórskemmtilegur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:07 | Facebook
Athugasemdir
Bjarni Harðarson er einn flottasti stjórnmálamaðurinn sem við eigum. Að vísu fannst mér ljót að sjá hann í bankafötunum í sjónvarpinu í gær hann var alltaf betri í lopanum.
Kjartan Vídó, 12.2.2007 kl. 07:04
Var að horfa á netinu áðan á þessar umræður í Silfrinu. Bjarni er góður, furðulegt að hann sé nánast eini maðurinn sem bendir á mótsögnina í því að vera á móti virkjunum og útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Varðandi fullyrðinguna um að heyra í bíl í 100 km fjarlægð þá er hún auðvitað hreinasta firra. ég er fæddur og uppalinn í sveit. Bærinn minn var í 3 km frá þjóðvegi 1 í Húnaþingi. Í einstaka veðurskilyrðum og með mikilli einbeitingu heyrðist í umferðinni. Alla jafna ekki.
Jón Þorvaldur
Jón Þorvaldur Heiðarsson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 12:02
Maður verður að óska Framsóknarflokknum góðs bata, svo Bjarni komist nú örugglega á þing. Þá fjölgar um einn ræðuskörung, sem þar að auki er með gott hjartalag (sem er stórkostlega vanmetinn eiginleiki hjá stjórnmálamönnum).
Hrafn Jökulsson, 12.2.2007 kl. 17:15
Bjarni Harðar er ágætur en hans framlag í þættinum var nú aðallega grín. Þessi rök um 101-fólkið og meinta heimsku þess, eru orðin ansi þreytt. Skiptir meira máli hvar fólk býr en hvað það hefur að segja?Og svo þetta með hálendisveginn: uppbyggður, malbikaður vegur breytir að sjálfsögðu hinum ósnortnu víðernum okkar! Ég tek ekki undir hávaðamælingar Guðrúnar Pé. en Bjarni gerði allt of lítið úr áhrifum vegarins. Bjarni hefur líka merkilegan skilning á hugtakinu ósnortin víðátta. Í hans huga merkir það svæði sem enginn maður hefur stigið fæti á. Bara aldrei. Blessaður Jón Þorvaldur! Ég held að ef af þessum vegaframkvæmdum verður, muni nú ekki þurfa að hafa áhyggjur af umferðargný frá Þjóðvegi 1 í Húnaþingi
En það er rétt að ekki er mikill hávaði frá þjóðveginum. Hins vegar er Húnaþing langt frá því að vera ósnortin víðátta...
Björgvin (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:15
Bjarni Harðar er góður og bendir á tvískinnunginn sem er í málflutningi höfuðborgarbúa, þ.e. þeirra sem lifað hafa í "góðæri" í um áratug meðan t.a.m. erfiðleikar hafa verið í atvinnulífa annars staðar á landinu. Hann bendir á það að "góðærisfólkið" vilji aðeins nýta landsbyggðina sem sumardvalarstað fyrir sjálft sig. Sem dæmi, hvers vegna mótmælir enginn framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, dæmi Norðlingaholt, framkvæmdir við náttúruperluna (og uppistöðulónið) Elliðavatn, mislægum gatnamótum sem hafa mikil áhrif á umferðaþunga og loftgæði. Auk þess mótmælir enginn þeim framkvæmdum sem verið er að fyrir sumarhúsabyggð og það meira segja á ósnortum svæðum. Þegar ég var að alast upp þá var oft farið í Leirdal (sem nú er Salahverfi og var töluvert frá byggð) og notið náttúrublíðunnar. Salahverfi fór í gegnum umhverfismat án þess að auga væri deplað ! Bjarni Harðar bendir á þennan tvískinnung.
kveðja Gísli
Gísli Tryggvason (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:34
Það er náttúrleg hryllilegt til þess að hugsa að til standi að leggja uppbyggðan veg yfir hálendi Íslands. Þetta yrði sorglegt stílbrot, uppbyggður vegur innan um meira en þúsund kílómetra af niðurgrofnum ruðningum og vegaslóðum. Hálendið gæti fyllst af íbúum Reykjavíkur, það er þeim sem ekki hafa sýnt hálendinu þá tilhlýðilegu virðingu að fjárfesta í faratæki sem er til þess fallið aka um hálendið á. Það má heldur ekki líta framhjá því að fátt flýtir meira skánandi/hlínandi veðri á Íslandi en það ferðalög borgaranna séu helst ekki styðsta leið á milli tveggja staða.
Björn Maríus (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.