Föstudagur, 26. janúar 2007
Heppinn Geir
Ein skemmtileg tilviljun henti í vikunni. Að kvöldi 23. jan. birtist frétt á Stöð 2 um viðtal TV2 í Noregi við Geir Haarde þar sem hann var spurður um evrópumál, viðtalið var frá deginum áður. Fyrir utan að svara spurningunni um ESB skýrt og afdráttarlaust og svara þannig ESBulli kratanna þá kom eins og punktur yfir i-ið, skoðannakönnun daginn eftir sem sýndi einstaklega lítinn áhuga almennings á inngöngu.
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins hafi eytt milljónum af illa fengnu fé í áróður, þrátt fyrir að sameiningarflokkur alþyðunnar rembist eins og rjúpa við staur og þrátt fyrir að Eiríkur Bergmann og Auðunn Arnórsson hafi gefið okkur "fagleg" álit á mikilvægi inngöngu þá skellir almenningur skollaeyrum við guðspjallinu.
Það skyldi þó aldrei vera að almenningur kjósi að búa í velmegun og hagvexti?
Að lokum
Geir var góður í norska sjónvarpinu, þetta stutta skot fannst mér vera ein besta sjónvarpsframkoma Geirs lengi. Það er ekki skrítið að norskan fari honum en það er eitthvað við fjöltyngt fólk sem mér finnst traustvekjandi.
---------------------------
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.2.2007 kl. 01:10 | Facebook
Athugasemdir
Geir er góður.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2007 kl. 11:45
Lög nr. 134/1993 um iðnaðarmálagjald
1. gr. Leggja skal 0,08% gjald, iðnaðarmálagjald, á allan iðnað í landinu eins og hann er skilgreindur í 2. gr. Skal gjaldstofn þess vera velta skv. 11. gr. laga um virðisaukaskatt að meðtalinni veltu sem undanþegin er virðisaukaskatti skv. 12. gr. þeirra laga.
2. gr. [Til iðnaðar telst öll starfsemi sem fellur undir atvinnugreinanúmer sem upp eru talin í viðauka við lög þessi.1)
Undanþegin gjaldinu eru fyrirtæki sem að öllu leyti eru í eign opinberra aðila, svo og fyrirtæki sem stofnuð eru samkvæmt sérstökum lögum til að vera eign opinberra aðila að verulegu leyti nema annars sé getið í þeim lögum.]2)
3. gr. Tekjur af iðnaðarmálagjaldi renna til Samtaka iðnaðarins. Tekjunum skal varið til þess að vinna að eflingu iðnaðar og iðnþróunar í landinu. Þau skulu senda iðnaðarráðuneytinu árlega skýrslu um ráðstöfun andvirðis teknanna.
Friðjón R. Friðjónsson, 26.1.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.