Mánudagur, 15. janúar 2007
Ráðherraefni Samfylkingarinnar
Guðmundur Magnússon bauð í spekúlasjónir um næsta utanríkisráðherra og hvernig ríkisstjórn muni líta út 13. maí í vor ef Samfylking færi í ríkisstjórn með Sjöllum. Þessi orð byrjuðu sem athugsemd við grein hans en varð fljótt alltof langt til að vera athugasemd.
Hvernig ætlar ISG að fylla ráðherralið sitt. Ef maður lítur yfir efstu menn þá blasir tvennt við. Frambjóðendur eru annaðhvort Össuramenn eða óreyndir.
Ef við lítum á hverjir eru kallaðir eftir kjördæmum:
Rvk: ISG, Össur, Jóhanna og Ágúst.
NV: Guðbjartur er efstur en hefur ekki setið á þingi því ólíklegur.
NA: Kristján Möller líklegur, studdi Össa að mig minnir.
Suður: Björgvin G. líklegur en einn helsti stuðningsmaður Össa.
SV: Gunnar Svavars er efstur hefur ekki setið á þingi áður og fékk ekki sterka kosningu í efsta sætið. Næstar koma Kata Júl og Þórunn. Kata studdi Össur, Þórunn er eini trúnaðarmaður ISG í öllum þessum hópi.
Krítería ISG er ein, hlutföll kynja verða jöfn. En hún verður líka að huga að landsbyggð vs. Sv-horn, þess vegna verður hún að velja amk Kristján eða Björgvin. Jóhanna græðir á reynslu og kyni, Ágúst tapar á kynjakríteríunni.
Ef hún hefur úr 4 ráðherrum (vinstri stjórn) að spila þá verða þeir ISG, Össi, Jóhanna og Kristján.
Ef þeir verða 6 þá bætast við annarsvegar Kata eða Þórunn og hinsvegar Björgvin eða Ágúst. Það veltur á frammistöðu manna í kjördæmi og hve skynsöm ISG verður þegar kemur að því að hugsa um landsbyggðina.
Það sem er áhugavert að pæla í er hvað gerist ef þingflokkurinn stendur frammi fyrir valkostinum vinstri stjórn 4 ráðherrar og 4 formannstólar í nefndum. eða stjórn með Sjöllum og 6 ráðherrar og 6 formannsstólar?
Ég er ekki viss um að ISG hefði stjórn á þingflokknum í þessari stöðu. Reyndar væri það ágætur leikur ef ríkisstjórnin fellur og vinstri flokkarnir byrja að tala saman að koma skilaboðum til Guðjóns Arnar, hann er alltaf til í matarhlé, tala svo við Össur og gera honum tilboð. Bjóða honum að hefna þess sem henti á Ásvöllum.
Það er alls ekki langsótt. Allur hugarheimur og skrif Össurar gengur út á hjaðningarvíg og blóðhefnd. Þegar maður les hann í sturlungaham þá fær það mann til að velta því fyrir sér hvort fyrir þeim Birtu og Ingveldi eigi að liggja að ná fram hefndum á þeim Sveinbirni og Hrafnkatli. Miðað við skrif hans um Eyngeyinga og annað gott og misgott fólk þá hlýtar að vera til þess ætlast af þeim systrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.