Þriðjudagur, 13. maí 2008
Úr Eikartúni til Alexandríu
Útlagafjölskyldan var að flytja fyrir stuttu úr Eikartúni innfyrir hringveginn inn í iðuna í Alexandríu.
Alexandría er borg litlu eldri en Reykjavík og með svipaðan mannfjölda, hún er þó nokkuð minni að flatarmáli.
Það er kannski ekki mikið dót sem fjölskyldan dröslar með sér eftir eitt ár en alveg nóg.
Nýja húsið okkar
Þótt okkur hafi liðið mjög vel í Eikartúni þá eru nokkur atriði sem nýja húsið hefur framyfir það gamla.
- Liz getur gengið í vinnuna
- Garður fyrir stelpurnar að leika sér.
- Alexandría þykir besti bærinn á DC svæðinu fyrir gangandi vegfarendur
- Gamli bærinn í Alexandríu er eins og maður vildi sjá miðbæ Reykjavíkur, mikil saga en rými fyrir fyrirtæki og þróun.
- Góður heilsdags skóli í göngufæri
- Líf á götum.
- Meira pláss til að taka á móti gestum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)