Lausn á leikskólavandanum skiptir öllu

Ţessi grein birtist í prentmogganum í gćr. Ég birti hana einnig hér til vörslu og einnig til fá athugasemdir ef einhverjum svo sýnist ađ gera. 

-------------- 

Lćtin vegna myndunar nýs meirihluta í borginni eru vonandi í rénun og viđ getum fariđ ađ líta á ţađ sem skiptir máli, stjórnun borgarinnar. Ţrátt fyrir ánćgju međ ađ stjarfastjórn Dags sé horfin er hamingjan međ nýja meirihlutann ekki hrein og tćr. Nćstu mánuđir skipta öllu máli um hvernig honum reiđir af, ţótt tvö og hálft ár sé til nćstu kosninga munu nćstu mánuđir ráđa miklu. Ţađ hve fljótur nýi meirihlutinn er ađ ná vopnum sínum og hvađa árangri hann nćr á fyrstu starfsdögum sínum mun ráđa miklu fyrir síđasta starfsáriđ.

Međ ákvörđun í Laugavegsmálinu er tónninn gefinn og á fleiri sviđum en forystumenn nýja meirihlutans átta sig á. Stóra máliđ sem brennur á barnafólki í borginni eru leikskólamálin. Ţau eru langmikilvćgasta úrlausnarefni nýja meirihlutans. Ţađ er tómt mál ađ tala um verndun húsa, almenningssamgöngur og mislćg gatnamót ef fólk getur ekki unniđ vegna ţess ađ börnin komast ekki á leikskóla eđa eru send heim um miđjan dag.

Önnur mál eru aukaatriđi. Ef nýi meirihlutinn getur leyst leikskólamálin á nćstu 6 mánuđum ţá á hann von í nćstu kosningum. Kjósendur eru ekki fífl. Ţeir muna eftir ţví ađ komast ekki út á vinnumarkađ eftir fćđingarorlof vegna skorts á leikskólaplássi, vinir og vandamenn muna líka. Ţeir muna eftir ţví ađ ţurfa ađ fara ítrekađ heim úr vinnu vegna manneklu.

Leikskólamálin léku stórt hlutverk ţegar Sjálfstćđisflokkurinn tapađi kosningunum 1994, ţá voru arkitektar nýja samstarfsins, ţeir Ólafur, Vilhjálmur og Kjartan allir á lista Sjálfstćđisflokksins. Ţeim ćtti ţví ađ vera í fersku minni hve mikilvćgur ţessi málaflokkur er.

Á međan ástandiđ er eins og ţađ er ţá er hugmyndin um gjaldfrjálsan leikskóla merkingarlaust blađur, önnur mál skipta meiru. Ţađ ţarf ađ fjölga leikskólakennurum og einkareknum leikskólum, ţađ mun hins vegar kosta peninga. 500 milljónirnar sem fóru í húsin á Laugavegi hefđu komiđ sér vel. Vonandi tekur nýr borgarstjóri betur á málunum en ţeir sem á undan honum gengu.

Birt í prentmogganum 3. febrúar 2008 


Bloggfćrslur 4. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband