Framtíđin er frá Japan

Fjölskyldan fór inn til DC sl. sunnudag til ađ líta á Japanssýningu í Kennedy Center. sýningin var skemmtileg og ţar voru róbotar frá Honda og Toyota til sýnis. Vélmenni Honda, Asimo var magnađ ţar sem ţađ hljóp, labbađi upp og niđur tröppur og lék allskyns listir.

Ég varđ fyrir n.k. hugljómun ţar sem ég hélt á Karitas svo hún gćti séđ. Hún starđi í andagt á vélmenniđ, ég horfđi á hana. Hvernig verđur heimur hennar eftir 33 ár? Hún er ţegar orđin nokkuđ tölvulćs og horfir á vélmenni athafna sig 4 ára. Ţegar ég var 4 ára ţekktust einkatölvur ekki, Rúv var í svarthvítu og beinar útsendingar voru fćrri skynsamar ákvarđanir fyrrverandi borgarstjóra. 

Eftir ţessi 33 ár ţegar ég verđ orđiđ löggilt gamalmenni og Karitas komin á minn aldur, munu vélmenni sćkja lyfin mín og passa ađ ég gleymi ekki ađ taka ţau? Mun ég ţurfa ađ forrita ţađ til ađ blanda fyrir mig almennilegan Martini? Mun einhver ábyrgur fjölskyldumeđlimur geta yfirskrifađ mínar skipanir til ađ bjarga lifrinni?

Miđađ viđ ţróun í tölvum og tćkjum síđustu ár, er ekkert ólíklegt ađ rafknúnir ađstođarmenn hjálpi fólki í náinni framtíđ. Magnađ. 

 

Karitas eignas vin. Fleiri myndir hér.

 

 

Ţetta er svo hann Asimo

 


Bloggfćrslur 19. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband