Einar Oddur

Mig langar til ađ setja nokkur orđ á blađ til ađ minnast Einars Odds.

Ég kynntist Einar Oddi lítillega fyrir rúmum 16 árum síđan í gegnum vinskap minn viđ Brynhildi, dóttur hans. Ţá var hann frćgur mađur, Bjargvćtturinn og ţađ er ekki laust viđ ađ mér stóđ dálítill stuggur af honum allra fyrst. Ţađ bráđi ţó fljótt af og ég sá ađ ţarna fór hlýr og ákaflega skemmtilegur mađur. Hann var sveitakarl og heimsborgari allt í senn, hann var ekki langskólagenginn en hann var víđlesinn og menntađur, sjálfmenntađur. Manngerđ sem verđur bara til í íslensku sjávarţorpi.

Aftur tókust svo međ okkur kynni ţegar ég fór ađ starfa í Sambandi ungra sjálfstćđismanna, ţá var Einar orđinn ţingmađur og oftast nćr , ţó alls ekki alltaf, var málflutningur Einars okkur ađ skapi. Ţó var alltaf hćgt ađ treysta á ađ Einar Oddur talađi tćpitungulaust og léti ekki smáatriđin skyggja á heildarmyndina.

Hans verđur sárt saknađ, jafnt í pólitík sem utan hennar. Ég gat ekki veriđ í Hallgrímskirkju í gćr og vottađ Binnu, Sigrúnu, Didda, Teit og Illuga samúđ mína, ţćr kveđjur verđa ađ koma síđar. Ţangađ til verđa fátćkleg orđ á skjánum ađ duga.

En ađ lokum ţá verđ ég ađ benda á ađ ef menn vilja raunverulega minnast Einars Odds, ţá eiga ţeir ađ halda kjaftćđislausan dag og vera, ţó ekki vćri í nema einn dag, eins og Einar Oddur var allt sitt líf.

 

Einar Oddur Kristjánsson

Bloggfćrslur 26. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband