Hvar er álverið?

Mér barst nokkuð skemmtileg ábending í gærkvöldi. Á baksíðu DV í gær var fullyrti aðstoðarritstjóri blaðsins og verðlaunablaðamaðurinn, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, að Alcan mundi tilkynna samdægurs að það ætli að flytja álverið til Þorlákshafnar.

Þetta var dúndurskúbb hjá sda en hvers vegna náði það ekki inn á forsíðu? Treystir ritstjóri DV ekki aðstoðarritstjóranum?


Það gæti þó aldrei verið vegna þess að engin tilkynning hefur komið og forstjóri Alcan sagt 1) að fyrirtæki ætli ekki að flytja starfsemina frá Straumsvík og 2) engar ákvarðanir hafi verið teknar um nýtt álver fyrirtækisins annars staðar.

Fullyrðing aðstoðarritstjórans er því hreint út sagt röng.

Er ekki kominn tími til að menn sjái sda fyrir það sem hún er?


Skattlausir dagar komu snemma í ár


Mig langar til að bæta aðeins við umfjöllun Vefþjóðviljans um skýrslu Andríkis frá því í gær.

Skýrslan staðfestir að íslenskur almenningur vinnur allt allt alltof lengi fyrir hið opinbera. Á meðan skattlausi dagurinn kom 21. júni til Íslendinga kom hann þann 30. apríl til okkar hér vestra.

Þrátt fyrir að gríðarlegir fjármunir fari í bitlinga, landbúnaðarniðurgreiðslur og stríðsrekstur tekur ríkið þetta mikið minna til sín.

Mér varð litið á kassastrimilinn frá verslunarferð frá síðustu helgi, þetta var meiriháttar verslunarferð.

Karfan kostaði 310$ ofan á þá upphæð kom svo skatturinn 13$. Tæplega 20 þús. kr. fór til innkaupa og rúmar 800 kr til ríkisins. Mikið er það hressandi.

Það er kominn tími til að lækka skatta á Íslandi enn frekar.


Bloggfærslur 22. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband