Ég er skotin í Obama

Eitt af vinsælasta myndband kosningabaráttunnar hér vestra er komið fram. Myndbandið sýnir unga klæðalitla fyrirsætu "syngja" lagið I Got a Crush...On Obama. Lagið er ekki merkilegt en það hefur verið horft á myndbandið rúmlega 1500 þúsund sinnum (ein og hálf milljón áhorf) á örfáum dögum. Myndabandið var sett á vefinn 13. júní.

Myndbandið var gert til að auglýsa nýjan grínvef sem heitir barelypolitical.com og er ekki á vegum Obama en það er klárt mál að kosningastjórn Obama syrgir myndbandið ekkert.

Gallinn við Obama er hinsvegar að enn veit maður lítið sem ekkert hvað hann stendur fyrir, nema það að villta vinstrið í demókrataflokknum elskar hann. Ef maður á að þekkja menn af vinum og stuðningsmönnum þá líst mér ekki vel á Barry.
En hann á sæta stuðningsmenn og það hlýtur að telja eitthvað.




Bloggfærslur 21. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband