Föstudagur, 15. júní 2007
Kuldakast í Ameríku
Vegna óvænt kuldakast (18°C), voru íslensku feðginin í essinu sínu í gær. Við gátum verið í siðuðum fötum og skóm og farið inn í borgina án þess að leysast upp í þjóðlegum svitapolli. Enn hefur enginn kennt Bush, Ísrael eða saksóknaranum í Baugsmálinu um þessi veðurbrigði en haldi þessi blíða áfram verður sökudólgurinn fundinn.
Í DC er frábær dýragarður með örugglega öllum helstu dýrategundum sem finnast á jörðinni. Tveggja klukkustunda skoðunarferð náði eingungis yfir lítið hluta af því sem boðið er upp á.
Þó sáum við það allra allra mikilvægasta, pandabirni og flamingóa. Frumburðurinn er heilluð af öllu bleiku og eftirlætisbókin hennar um þessar mundir er Panda málar þannig að við náðum að gera tvennu í ferðinni. Í raun varð hún þrenna því hún elskar borgina, þegar minnst er á að fara inn í DC þá hoppar hún og klappar og hrópar Já, borgin, vei, vei!
Undarlegt barn, ekki til sveitarómantík í henni. Traffík, mannmergð og knæpur eru hennar ær og kýr.
Föstudagur, 15. júní 2007
Er þetta grín?
Þetta er klassísk kreditkorta auglýsing með fólki á eyðslufyllerí, en lagið sem leikið er undir er "Gimmie some money" með Spinal Tap (The Thamesmen).
Að nota Spinal Tap lag í "Corporate" auglýsingu er mjög fyndið.
Annaðhvort er sá sem gerði auglýsinguna snillingur eða fáviti, það er ekkert svigrúm þar á milli.