Sunnudagur, 6. maí 2007
Siggu inn
Þetta er góð staða sem Sjallar eru í núna, það hefur greinilega verið haldið ágætlega á spöðunum í baráttunni. Það er sagt að Sjalllinn sé að reyna að hringja í alla kjósendur, sem er alveg rétt nálgun. Persónuleg samskipti við kjósendur skila miklu meira en blaða- og sjónvarpsauglýsingar, það er margsannað.
Ég er þó hræddur um að svona sterk staða Sjálfstæðisflokksins muni jafnvel gera honum erfitt fyrir í stjórnarmyndun. Það yrði mikill hvati fyrir aðra flokka að ná saman að sjá svona stórann Sjálfstæðisflokk.
Það eina sem ég vona er að Sigga Andersen komist inn í Rvk norður. Skoðanakönnun Gallup var að vísu ekki hughreystandi kannski er staðan í Grafarvogi ekki eins sterk og menn hédu að yrði en það er aldrei að vita hvað gerist með jöfnunarmenn. Sigga yrði ótrúlega traustur talsmaður skattgreiðenda inni á þingi. Þetta verður amk spennandi kosningasíðdegi næsta laugardag.