Delerandi frambjóðandi

Margrét Sverrisdóttir kemst að skrítinni niðurstöðu í Blaðspistlinum fræga, sem hún er nú búinn að setja á netið.  Hún virðist sannfærð um að fjölmiðlarnir og löggjafinn séu í einhverskonar samsæri gegn Íslandshreyfingunni.

Hún segir:

Svo var líka sett í lög að ný framboð yrðu að ná 5% fylgi til að ná manni á þing.

Það er synd að manneskja sem stefnir að því að komast á þing þekki ekki lögin um kosningar til alþingis betur, já og fleiri lög. Hvernig dettur henni í hug að það gildi einhverjar sér reglur fyrir „ný" framboð. Allir flokkar verða að ná 5% fylgi. Um tíma stefndi að elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins þurrkaðist út af þingi því hann var ekki að ná 5% í könnunum. 

Aðallega er hún þó rasandi yfir fjölmiðlunum. Formáli að pistlinum á heimasíðu Margrétar segir að hún vilji „...ítreka að megininntak greinarinnar er að sjónvarpsþættir með yfirheyrslum pólitískra fulltrúa eru hlutdrægir og ekki líklegir til að efla áhuga fólks á þátttöku í pólitík."

Þættirnir eru aðallega leiðinlegir og því ekki líklegir til að efla áhuga fólks. Svo bætir ekki úr skák að vonarstjarna íslenskra stjórnmála, unga konan eins og ritstjórn moggans vill kalla hana, er hreinlega lélegur pólitíkus.

Í Blaðsgreininni segir hún:  

Svo er það hlutur spyrlanna.  Það vita allir, að þeir sem spyrja spurninganna í þessum þáttum eru innvígðir og innmúraðir í stjórnarflokkana.

Hvar er formaður Sus?

Margrét kvartar líka yfir uppstillingunni, stjórnarliðar öðrum megin og andstæðingar hinum megin. Þannig að það er ljós að hún er að kvarta yfir borgarafundum Rúv.  Hverjir hafa verið spyrlar í þeim þáttum? Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Brynja Þorgeirsdóttir Ingólfur Bjarni og Sigmar Guðmunds. Mig langar til að fá að vita hvert þeirra hefur verið formaður SUS? eða í hvaða flokk þetta fólk er innmúrað?

Margrét er orðin örvæntingarfull, það fjarar undan því litla sem þau höfðu og því grípur hún til þess ráðs að dylgja og delera.

 

-------

Lagfærði aðeins uppsetninguna, ég var eitthvað að huga að því halda börnum sofandi þegar ég póstaði.


Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband