Mánudagur, 21. maí 2007
Staðreyndaklám
Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins er einn af þessum staðhæfingaklámhundum. Vinnubrögð hans eru á þann veg að hann slengir fram einhverju sem honum finnst benda til einhverrar hneigðar eða skoðunar og alhæfir svo útfrá því. í Silfri Egils í dag slengdi hann fram fullyrðingunni að í Reykjarvíkurbréfi Morgunblaðsins, þar sem fjallað er um yfirstandandi stjórnarmyndun, kæmu orðin hætta og áhætta 10-12 sinnum og bentu til einhverrar vænisýki höfundar og þ.a.l. væri mogginn á einhverju móðursýkisstigi og ekkert mark á honum takandi.
Það er nú ekki flókið að staðreyna fullyrðingu Sigurðar, Reykjarvíkurbréfið er hér. Þá sér maður að af 2291 orði kemur orðið hætta fyrir tvisvar og áhætta einu sinni. Vænisýkin er semsagt öll í huga Sigurðar. Nú veit ég ekki hvað Sigurður G. Tómasson innbyrti áður en hann las greinina, nýlega eða á hippaárunum, en það hjálpar honum a.m.k. ekki að takast á við raunveruleikann. Getur einhver sem þekkir til hans staðið fyrir svona inngripi og reynt að koma honum til okkar, inn í raunveruleikann til okkar hinna. Nei, það er líklega er það of seint.