Sterk Þorgerður

Það er eftirtektarvert hve sterk Þorgerður er að koma út úr kosningunum og stjórnarmyndunum. Sérstaklega ef rétt er eins og Mannlíf og fleiri hafa slúðrað að hún hafi átt fyrstu viðræðurnar við formann Samfylkingarinnar og komið þeim á það stig að hægt væri að halda áfram. Stöðumunur hennar og kollega hennar í Samfylkingunni er sérstaklega áberandi þessa dagana.

 

2003

2007

breyting

S kjörd.

29,19%

36,0%

6,81%

NA kjörd.

23,53%

28,0%

4,47%

SV kjörd.

38,42%

42,6%

4,18%

Reykjav. S

38,03%

39,2%

1,17%

Reykjav. N

35,50%

36,4%

0,90%

NV kjörd.

29,57%

29,1%

-0,47%

Atkvæði alls

33,68%

36,60%

2,92%

Sigur Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi var gríðarlega góður og það er í raun áhugavert að skoða hvernig flokkurinn stóð sig eftir kjördæmum í samanburði við síðustu kosningar. Árangurinn skiptist í tvennt, flokkurinn bætir miklu fylgi við sig í suður-, norðaustur- og suðvesturkjördæmi, þau kjördæmi draga vagninn í fylgisaukningu flokksins.  Að sama skapi hlýtur maður að setja ákveðin spurningamerki við árangurinn í norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Það er ekki að sjá að flokkurinn hafi notið þess að hafa haft tvo ráðherra í kjördæminu. Það var eina kjördæmið þar sem ekki var haldið prófkjör og endurnýjunin var minnst í því kjördæmi. Það hefði klárlega verið betra fyrir flokkinn að fara í gegnum prófkjör en að vera með þann leikþátt um val á lista sem varð.

kosningaár

Landið

Reykjavík

1959

39,7%

46,7%

1963

41,4%

50,7%

1967

37,5%

42,9%

1971

36,2%

42,6%

1974

42,7%

50,1%

1978

32,7%

39,5%

1979

35,4%

43,8%

1983

38,7%

43,0%

1987

27,2%

29,0%

1991

38,6%

46,3%

1995

37,1%

42,3%

1999

40,7%

45,7%

2003

33,7%

37%

.

Meðaltal

37,0%

43,0%

án 1987

37,9%

44,2%

Hvað höfuðborgina varðar þá er það sérkapítuli fyrir sig.  Árangurinn í síðustu tveim kosningum hefur verið sá versti frá því fyrir 1959, ef kosningarnar 1987 eru frátaldar en allir þekkja hve óvenjuleg staða Sjálfstæðisflokksins var í þeim kosningum.  sérstakt áhyggjuefni hlýtur að vera árangurinn í Reykjavík norður. Fylgisaukningin nær ekki einu prósenti. Í raun tapaði flokkurinn atkvæðum! Árið 2003 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 12.833 atkvæði en 12.760 s.l. laugardag. Hin magra  fylgisaukning ræðst af versnandi þátttöku.

Ég veit ekki hvort hægt sé að kenna Guðlaugi Þór og Sigurði Kára einum um þessi ósköp en þeir njóta þess vafasama heiðurs að vera þeir einu sem prýtt hafa lista flokksins í báðum kosningum, kannski þurfum við næst að setja alvöru atkvæðasmala á listann?

Hvað um það Þorgerður, Árni M. og Kristján mega vel við una og eiga að njóta.

 

PS.
Það er skrítin praktík hjá Blaðinu að láta íþróttafréttamann skrifa mola um pólitík en Albert Örn Eyþórsson mætti tileinka sér þau vinnubrögð að lesa sér til um mál áður en hann opinberar ástand upplýsingar sinnar. Í mola dagsins í dag dregur hann í efa að árangur hafi náðst í málefnum Landhelgisgæslunnar.

...en að ótrúlega góður árangur hafi náðst hvað Landhelgisgæsluna varðar er undarleg niðurstaða í ljósi þess að tækjafloti hennar hefur verið sá sami um fimmtán ára skeið.

Albert var líklega upptekinn við að skrifa um að Teitur Þórðarson treystir á breiðan hóp í sumar og missti af því þegar tilkynnt var um samning á smíði nýrrar eftirlitsflugvélar og svo hefur hann líklega verið að fylgjast með blaki þegar nýju leiguþyrlurnar komu, þegar samið var um smíði nýs varðskips, þegar samið var um samstarf við Dani og tilkynnt var um fyrirætlað samstarf við Strandgæsluna bandarísku.  Í raun má er það líklega bara sjálfvirki yddarinn á skrifstofunni sem heldur sér í þeirri endurnýjun sem er byrjuð og mun standa yfir á næstu árum. En þar fyrir utan er ekkert að gerast og líklega þörf á að fá mann sem tekur til hendinni.

 


Bloggfærslur 19. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband