Þriðjudagur, 15. maí 2007
Áfram áfram
Þegar Valgerður, Guðni og Siv standa frammi fyrir því að þurfa að velja milli áframhaldandi stjórnarsamstafs eða stjórnarandstöðu þá er ekki spurning hvað verður fyrir valinu. Það er of mikið stökk frá því að hafa verði ráðherrar í mörg ár í það að þurfa að opna póstinn sinn sjálfur og keyra sér sjálfur milli staða. Það er of erfitt. Þau munu fara í stjórn með Sjöllum
þrátt fyrir allkonars yfirlýsingar um vilja kjósenda og bla bla bla þá verða það þessi persónulegu hagsmunamál sem vega þyngst.