Hvar eru fjölmiðlarnir?

Þegar maður rennir yfir drög að ályktun um menningarmál sem liggja fyrir landsfundi þá er það eftirtektarvert að ekki er að finna stafkrók um stefnu Sjálfstæðisflokksins um fjölmiðla!

Fyrir 18 mánuðum sagði Sjálfstæðisflokkurinn þetta:
Fjölmiðlar
Að undanförnu hefur nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla orðið æ augljósari. Þessi veigamikli og viðkvæmi þáttur lýðræðislegrar umræðu þarf að njóta óskoraðs trausts almennings. Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoðanamyndun í landinu. Skorður á eignarhaldi fjölmiðla kunna að vera nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. Það er kjarni sjálfstæðisstefnunnar að vinna gegn einokun og hringamyndun. Landsfundur skorar á Alþingi að setja lög sem tryggja sjálfstæði íslenskra fjölmiðla með hagsmuni samfélagsins af heiðarlegri og vandaðri fjölmiðlun að leiðarljósi.

Núna er algjör þögn, hví? Erum við hætt við?

Bloggfærslur 14. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband