Líkfylgd á hrađbrautinni

Klukkan hálftíu í morgun settist ég upp í Budget trukkinn sem geymdi búslóđina okkar í iđrum sér og rćsti hann, útvarpiđ sló fyrstu tónanna í einu amerískasta popplagi níunda áratugarins "Hurt So Good" međ John Cougar Mellencamp. Ţađ var bara eitt ađ gera, draga gömlu, snjáđu, Ray-Ban sólgleraugun uppúr vasanum, setja ţau á sig og keyra af stađ. Sól skein í heiđi og Mellencamp hljómađi enn í útvarpinu ţegar ég kom út á ţjóđveginn, mér leiđ eins og ég vćri loksins mćttur, kominn til Ameríku.

Ferđinn frá Richmond til Oakton var tíđindalaus ađ mestu, Interstate 95, fljótiđ sem liggur niđur eftir nánast allri austurströnd Bandaríkjanna, skilađi okkur á réttan stađ. Ţó gerđist ţađ rétt áđur en ég kom ađ Fredricksburg á miđri leiđinni ađ umferđin sem annars gekk mjög greitt, hćgđi örlítiđ á sér, fór úr 120 km/klst niđrí ca. 100. Eftir smá stund bar mig ađ bíl sem keyrđi á miđakreininni međ hazard ljósin blikkandi og fyrir framan hann annar eins o.s.frv.  Mér var algjörlega fyrirmunađ ađ skilja hvađ ţetta fólk var ađ gera ađ keyra svona í prósessíu á hrađbrautinni. Ţađ var ekki fyrr en ég ók fram á fremsta bílinn sem ég skildi hvernig í öllu lá, ţví ţar fór líkbíll á rúmlega 100 km hrađa.

Ég er svo gamaldags, mér fannst hrađinn ekki sérstaklega virđulegur eđa viđeigandi, nema kannski ađ í kistunni hafi legiđ einhver NASCAR drengur, en ţá hefđi líklega veriđ keyrt í hringi.

Bloggfćrslur 11. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband