Miđvikudagur, 28. mars 2007
Mađurinn sem saumađi varirnar á sér saman
Juan Carlos Herrera Acosta var dćmdur í 20 ára fangelsi af hérađsdómstóli í Guantanamo á Kúbu í mars 2003 m.a. fyrir ađ "grafa undan sjálfstćđi ţjóđarinnar", í raun var sök hans ađ vera sjálfstćđur blađamađur. Síđastliđinn desember saumađi hann varirnar á sér saman í hungurverkfalli til ađ mótmćla ađbúnađi sínum. Ţađ var í ţriđja sinn á ţví ári sem hann saumađi saman á sér varirnar.
Stjórnvöldum er sérstaklega í nöp viđ Herrera Acosta, sagt er ađ ađrir fangar fái aukin fríđindi fyrir ađ leggja hann í einelti, hann fćr ekki lćknisţjónustu né eru lágmarksréttindi fanga virt.
13. ágúst í fyrra birti Morgunblađiđ langa grein um Fidel Castro á áttrćđisafmćli "El Comandante", eins og hann var gjarnan nefndur í greininni. Í engu var vikiđ ađ ofsóknum á hendur almenningi eđa blađamönnum í greininni, hinsvegar var tekiđ viđtal viđ Ingibjörgu Haraldsdóttur sem hafđi hitt Castro ţegar hún bjó á Kúbu og var fréttaritari Ţjóđviljans. Hún varđ víst ekki vör viđ skođanakúgun ţegar hún bjó ţar.
Svo mörg voru orđ blađamannsins um skođanakúgun og ofsóknir á heldur kollegum hans á Kúbu, landsins sem taliđ er vera 4. versta landiđ í heiminum fyrir blađamenn ađ starfa, hin eru Norđur-Kórea, Túrkmenistan og Eritrea.
Er ţađ furđa ađ stundum hvarfli ađ manni ađ ritstjórn Moggans sé gengin í björg sósíalismans?
Ţađ má finna umfjöllun um Herrera Acosta á vef Blađamanna án landamćra (Reporters sans frontieres)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.12.2019 kl. 17:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)